Red (Taylor's Version)

Breiðskífa eftir Taylor Swift frá 2021

Red (Taylor's Version) er önnur endurupptaka bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 12. nóvember 2021 af Republic Records. Hún er hluti af markmiði Swift að eignast réttindin af allri sinni áðurútgefnu tónlist. Platan er endurupptaka af fjórðu breiðskífu Swift, Red (2012), og fylgir útgáfu Fearless (Taylor's Version).

Red (Taylor's Version)
Breiðskífa eftir
Gefin út12. nóvember 2021 (2021-11-12)
Hljóðver
  • Ballroom West (Los Angeles)
  • Blackbird (Nashville)
  • Capitol B (Los Angeles)
  • Conway Recording (Los Angeles)
  • Electric Lady (New York)
  • The Garage (Topanga)
  • House Mouse (Stokkhólmur)
  • Instrument Landing (Minneapolis)
  • Kallbacken (Stokkhólmur)
  • Kitty Committee (Belfast)
  • Long Pond (New York)
  • Prime Recording (Nashville)
  • Sterloid Sounds (Los Angeles)
Stefna
Lengd130:26
ÚtgefandiRepublic
Stjórn
Tímaröð – Taylor Swift
Fearless (Taylor's Version)
(2021)
Red (Taylor's Version)
(2021)
Midnights
(2022)
Smáskífur af Red (Taylor's Version)
  1. „I Bet You Think About Me“
    Gefin út: 15. nóvember 2021
  2. „Message in a Bottle“
    Gefin út: 16. nóvember 2021

Platan inniheldur 30 lög; 20 af deluxe útgáfu Red, góðgerðarsmáskífan „Ronan“, eigin upptaka af laginu „Better Man“ (2016) og „Babe“ (2018), og sex lög sem höfðu ekki verið gefin út áður, titluð „From the Vault“. Swift og Christopher Rowe sátu í upptökustjórn fyrir plötuna með meirihluta framleiðenda upprunalegu plötunnar, með framlagi frá Aaron Dessner og Jack Antonoff. Gary Lightbody og Ed Sheeran koma aftur fram á plötunni, ásamt Phoebe Bridgers og Chris Stapleton á „vault“ lögunum.

Gagnrýnendur lýstu breiðskífunni sem klassískri poppplötu með kántríkjarna sem blandar saman rokk og raftónlist. Lögin fjalla um ást, lífið, missir, og hugarangur. Platan setti fjölda meta. Hún var stærsta vínyl sala í útgáfuviku í sögu MRC Data, og sló einnig met á Spotify fyrir flest streymi plötu eftir söngkonu á einum degi. Hún komst á topp vinsældalista í Argentínu, Ástralíu, Írlandi, Kanada, Noregi, Nýja-Sjálandi, Skotlandi, Bretlandi, og Bandaríkjunum.

Swift auglýsti plötuna með framkomum í sjónvarpi á NBC og með stuttmyndinni All Too Well: The Short Film. Af plötunni komust 26 laganna á Billboard Hot 100, þar sem lagið „All Too Well (10 Minute Version)“ komst á topp listans. Það var áttunda lag Swift til að ná þeim árangri og var það lengsta lag í sögu listans til að ná fyrsta sæti. Platan hlaut ýmis verðlaun, þar með talið Billboard Music-verðlaun, MTV Video Music-verðlaun, MTV Europe Music-verðlaun, American Music-verðlaun, og Grammy-verðlaun.

Lagalisti

breyta
Red (Taylor's Version) – lagalisti
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
1.„State of Grace“Taylor Swift
  • Swift
  • Christopher Rowe
4:55
2.„Red“Swift
  • Swift
  • Rowe
3:43
3.„Treacherous“
  • Swift
  • Dan Wilson
Wilson4:02
4.„I Knew You Were Trouble“
  • Swift
  • Rowe
  • Shellback
3:39
5.„All Too Well“
  • Swift
  • Liz Rose
  • Swift
  • Rowe
5:29
6.„22“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Swift
  • Rowe
  • Shellback
3:50
7.„I Almost Do“Swift
  • Swift
  • Rowe
4:04
8.„We Are Never Ever Getting Back Together“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Swift
  • Rowe
  • Shellback
3:13
9.„Stay Stay Stay“Swift
  • Swift
  • Rowe
3:25
10.„The Last Time“ (ásamt Gary Lightbody úr Snow Patrol)
  • Swift
  • Lightbody
  • Jacknife Lee
Lee4:59
11.„Holy Ground“SwiftJeff Bhasker3:22
12.„Sad Beautiful Tragic“Swift
  • Swift
  • Rowe
  • Paul Mirkovich
4:44
13.„The Lucky One“SwiftBhasker4:00
14.„Everything Has Changed“ (ásamt Ed Sheeran)
  • Swift
  • Sheeran
Butch Walker4:05
15.„Starlight“Swift
  • Swift
  • Rowe
  • Mirkovich
3:40
16.„Begin Again“Swift
  • Swift
  • Rowe
3:58
17.„The Moment I Knew“Swift
  • Swift
  • Rowe
  • Mirkovich
4:45
18.„Come Back... Be Here“
  • Swift
  • Wilson
Wilson3:43
19.„Girl at Home“SwiftElvira Anderfjärd3:40
20.„State of Grace“ (órafmagnað)Swift
  • Swift
  • Rowe
5:21
21.„Ronan“
  • Swift
  • Maya Thompson
  • Swift
  • Rowe
4:24
22.„Better Man“Swift4:57
23.„Nothing New“ (ásamt Phoebe Bridgers)Swift
  • Swift
  • Dessner
  • Tony Berg
4:18
24.„Babe“
  • Swift
  • Patrick Monahan
3:44
25.„Message in a Bottle“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Anderfjärd
  • Shellback
3:45
26.„I Bet You Think About Me“ (ásamt Chris Stapleton)
  • Swift
  • Lori McKenna
  • Swift
  • Dessner
4:45
27.„Forever Winter“
  • Swift
  • Mark Foster
  • Swift
  • Antonoff
4:23
28.„Run“ (ásamt Ed Sheeran)
  • Swift
  • Sheeran
  • Swift
  • Dessner
4:00
29.„The Very First Night“
  • Swift
  • Amund Bjørklund
  • Espen Lind
  • Espionage
  • Tim Blacksmith
  • Danny D
3:20
30.„All Too Well (10 Minute Version)“
  • Swift
  • Rose
  • Swift
  • Antonoff
10:13
Samtals lengd:130:26

Athugasemdir

breyta
  • Öll lögin eru titluð „Taylor's Version“; lög 22–30 einnig sem „From the Vault“.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Taylor Swift Made Fans Work to Uncover the Red Bonus Tracks“. Vulture.com. 6. ágúst 2021. Afrit af uppruna á 5. ágúst 2021. Sótt 6. ágúst 2021.
  NODES