Sænska Pommern var sænskt yfirráðasvæði í Vestur-Pommern þar sem nú er Eystrasaltsströnd Þýskalands og Póllands. Yfirráð Svía yfir þessu svæði stóðu í reynd frá landgöngu Svía í Þrjátíu ára stríðsinu 1630 til 1814 þegar Danmörk fékk landið í skiptum fyrir Noreg. Árið 1815 gekk það síðan til Prússlands í kjölfar Vínarþingsins. Svæðið náði upphaflega yfir alla Vestur-Pommern, lítinn hluta Austur-Pommern og eyjarnar Rügen, Usedom, og Wolin.

Kort sem sýnir Sænsku Pommern árið 1812.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES