Saving Iceland er alþjóðlegur hópur umhverfisverndarsinna sem berst fyrir verndun á náttúru Íslands. Í hópnum eru bæði Íslendingar og útlendingar og aðhyllast félagarnir að stórum hluta hugmyndir stjórnleysis, beinna aðgerða og borgaralegrar óhlýðni. Hefur hann einkum beint spjótum sínum gegn stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda, meðal annars með andspyrnutjaldbúðum við Kárahnjúka sumurin 2005 og 2006 (undir Snæfelli), í Mosfellssveit sumarið 2007 (í landi eyðibýlisins Gullbringu) og á Hellisheiði sumarið 2008. Einnig hefur hópurinn haldið fundi og vakið athygli á málstað sínum með ýmiss konar mótmælum, bæði á Íslandi og erlendis, og rekið heimasíðu.

Aðgerðir Saving Iceland hafa stundum hlotið mikla fjölmiðlaathygli og hefur sitt sýnst hverjum um gagnsemi og réttmæti aðgerðanna. Óhætt er því að segja að hópurinn sé umdeildur. Hefur lögregla oft haft afskipti af mótmælum hans, og nokkrir félaganna verið dregnir fyrir dómstóla vegna þeirra.

Tengill

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES