Segulnorður er sá staður á norðurhveli jarðar þar sem segulsvið jarðarinnar vísar beint niður. Þessi staður er nálægt Norðurskautinu og jarðsegulnorðri. Vegna hreyfinga í ytri kjarna jarðar færist segulnorður til. Árið 2001 taldi Landmælingastofnun Kanada það vera hjá Ellesmere-eyju í Norður-Kanada við 81°18′N 110°48′V / 81.3°N 110.8°V / 81.3; -110.8 (Segulnorður 2001) og árið 2005 var það talið vera við 83°06′N 117°48′V / 83.1°N 117.8°V / 83.1; -117.8 (Segulnorður áætl. 2005). Árið 2009 var það enn innan tilkalls Kanada við 84°54′N 131°00′V / 84.9°N 131.0°V / 84.9; -131.0 (Segulnorður 2009) og færðist í átt til Rússlands um 34 til 37km á ári. Árið 2012 er segulnorður talið vera við 85°54′N 147°00′V / 85.9°N 147.0°V / 85.9; -147.0 (Magnetic North Pole 2012 est).

Ferð segulnorðurs um norðurskautssvæði Kanada frá 1831-2007

Hornið milli rétts norðurs og segulnorðurs á tilteknum stað nefnist misvísun. Misvísunin er því meiri sem nær dregur Norðurskautinu.

Fyrr á öldum töldu menn að segulnálar vísuðu til segulmagnaðrar eyju eða fjalls í hánorðri, eða jafnvel til Pólstjörnunnar. Fyrstur til að setja fram þá hugmynd að jörðin væri stór segull var enski náttúrufræðingurinn William Gilbert í bókinni De Magnete sem kom út árið 1600.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES