Selevkídaveldið var geysistórt ríki sem Selevkos stofnaði 312 f.Kr. en hann var einn af hershöfðingjum Alexander mikla. Á hátindi sínum náði ríkið frá miðhluta Litlu-Asíu austur að Balúkistan þar sem nú er Pakistan. Ríkið veiktist vegna átaka um ríkiserfðir. Parþar náðu austurhluta þess á sitt vald og gyðingar í Júdeu gerðu uppreisn undir forystu makkabea. Þegar Rómverjar hófu útþenslu sína til austurs réðu Selevkídar aðeins yfir nokkrum borgum í Sýrlandi. Ríkið leið undir lok 63 f.Kr. þegar Pompeius ákvað að gera Sýrland að rómversku skattlandi.

Veldi díadókanna um 303 f.Kr.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES