Sigrún Hrólfsdóttir

íslensk myndlistarkona

Sigrún Inga Hrólfsdóttir (f. 2. maí 1973) er íslensk myndlistarkona. Hún vinnur aðallega með teikningu, málverk, gjörninga og innsetningar.

Sigrún Hrólfsdóttir

Sigrún er ein af stofnendum Gjörningaklúbbsins / The Icelandic Love Corporation árið 1996, ásamt Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur. Sigrún nam myndlist á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti frá 1990-1993, við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1993-1996 og Pratt Institute í New York frá 1996-1997. Hún lauk MA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2016. Sigrún er deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands frá árinu 2016.

Verk hennar og Gjörningaklúbbsins hafa verið sýnd í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, ARoS[1], Amos Andersson Museum í Helsinki og MoMA í New York. Árið 2007 vann Sigrún ásamt Gjörningaklúbbnum búninga og kynningarefni fyrir Björk á plötunni Volta. Sigrún býr og starfar í Reykjavík.

Heimildir

breyta
  1. ARoS
  NODES