Skotfélag Reykjavíkur
Skotfélag Reykjavíkur (Reykjavig Skydeforening) var fyrsta íþróttafélag á Íslandi. Það var stofnað 1867. Skothúsvegur í miðbæ Reykjavík dregur nafn sitt af æfingahúsi þess. Æfingahús þeirra nefndu þeir Reykjavig Skydeforenings Pavillon, en það gekk ávallt undir nafninu Skothúsið.