57°49′N 8°34′V / 57.817°N 8.567°V / 57.817; -8.567

St. Kilda eyjaklasinn
St Kilda þorpsvíkin á eyjunni Hirta

St Kilda er óbyggður eyjaklasi á Bretlandseyjum og afskekktasti hluti Bretlandseyja, mikilvæg varpstöð sjófugla og á lista Heimsminjaskrár UNESCO yfir mikilvæga staði, bæði vegna náttúru og sögu. Samtals ná eyjarnar yfir 8,546 km².

Á St. Kilda er stærsta súlubyggð í heimi, með 60.428 pörum 1994-95 og áætlað var að þau væru 61.340 árið 2000. Þar voru þegar orðin um 50 þús. varppör um 1960. [1]

Eyjaklasinn er vestur af Benbecula-eyju í Ytri-Suðureyjum, og í honum eru (í stærðarröð) eyjarnar Hirta, Soay, Boreray, Dùn, Stac an Armin, Stac Lee og Levenish.

Enginn dýrlingur er tengdur eyjunum og er talið að St Kilda sé afbökun á orðinu skildir sem talið er að víkingar hafi gefið þeim.

Árið 1930 voru síðustu íbúar eyjanna fluttir á brott. Sauðfé gengur nú sjálfala á eyjunum. Enn eru þó mannaferðir þar, annars vegar vísindamenn sem rannsaka villt sauðfé á Soay og hins vegar starfsmenn ratsjárstöðvarinnar á Hirta, en henni er ætlað að fylgjast með skotflaugatilraunum sem breski herinn er með á áðurnefndri Benbecula-eyju.

Eyjarnar eru nú eign skoskra yfirvalda.

Tilvísanir

breyta
  1. P.I. Mitchell, S.F. Newton, N. Ratcliffe & T. Dunn 2004. Seabird Populations of Britain and Ireland (Results of the Seabird 2000 Census (1998-2002). Poyser. 511 bls

Tenglar

breyta
  NODES
languages 1
mac 1
os 1