Ríki

stjórnmálaleg eining íbúa tiltekins fullvalda landsvæðis
(Endurbeint frá Stjórnarfar)

Ríki eru stjórnmálalegar einingar ábúenda tiltekinna landsvæða sem eru fullvalda. Skilgreining Max Webers um að ríki hafi einokun á lögmætri valdbeitingu á afmörkuðu landsvæði er viðtekin. Innlent fullveldi hefur ríki ef íbúar þess líta á það sem lögmætt. Alþjóðlegt fullveldi hefur ríki hljóti það einnig slíka viðurkenningu frá samfélagi þjóðanna.

Í bók sinni Leviathan setti Thomas Hobbes fram rök fyrir tilgang ríkisins.

Ríki getur einnig átt við tvö eða fleiri ríki sem saman mynda sambandsríki sem hefur miðstýrða ríkisstjórn yfir sér. Dæmi um slík sambandsríki eru Bandaríkin, Brasilía, Indland og Þýskaland. Hefð er fyrir því að kalla ríki Bandaríkjanna fylki.

Ríkjaskipulagið sem nú er útbreitt um allan heim þróaðist á löngum tíma. Almennt er nokkur sátt um að með Vestfalíufriðnum við lok Þrjátíu ára stríðsins árið 1648 megi marka upphaf nútímalegs ríkjaskipulags. Þá var gerður sáttmáli um að ráðamenn eins lands myndu ekki hlutast til um málefni annars heldur virða landamæri þess, eins konar fullveldisregla. Á næstu öldum fjölgaði í hópi ríkja, sér í lagi í Evrópu.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina var Þjóðabandalagið stofnað, með það að augnamiði að sameina hagsmuni ríkja og tryggja að ófriður endurtæki sig ekki. Þá var samþykkt að þjóðir heims hefðu sjálfsákvörðunarrétt. Þjóðabandalaginu tókst ekki ætlunarverk sitt, óeining ríkti um starf þess. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar. Nýlenduveldin urðu þá flest að láta af nýlendustefnu sinni og hlutu margar þjóðir í Afríku og Asíu sjálfstæði á næstu árum og áratugum.

Tengt efni

breyta
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
os 3
web 1