Svalbarðsætt (Svalberðingar) var ein valdamesta ætt Íslands á 17. öld, afkomendur Jóns Magnússonar ríka og Ragnheiðar Pétursdóttur á rauðum sokkum. Síðari kona Jóns var Guðný Grímsdóttir en þau áttu ekki börn saman. Ættin er kennd við bæinn Svalbarð í Eyjafirði en heimaland hennar varð síðar á Vestfjörðum og í Dölum eftir að Magnús prúði hafði lotið í lægra haldi fyrir Ásverjum í keppni um völd á Norðurlandi. Ýmsir meðlimir ættarinnar stóðu í miklum deilum við Guðbrand Þorláksson biskup í hinu svokallaða „morðbréfamáli“ kringum aldamótin 1600. Svalbarðsætt kemur mjög við sögu í galdramálum, ýmist sem ákærendur, ákærðir, vitni eða dómarar.

Magnús prúði og Ragnheiður Eggertsdóttir ásamt börnum þeirra. Óþekktur listamaður, 16. öld.

Átök við Ásverja

breyta

Ætt Ásverja, frá Ási í Kelduhverfi, hafði um langt skeið farið með sýsluvöld í Þingeyjarþingi, en það bar við árið 1554Páll Jónsson frá Svalbarði var gerður að sýslumanni og ári síðar Magnús bróðir hans. Magnús var vinsæll og ekki að sjá að Ásverjar hafi haft neitt við hann að athuga að svo búnu. Um 1560 fór Danakonungur að ásælast mjög brennistein, en einu brennisteinsnámurnar sem eftir voru á Íslandi voru þá á Norðurlandi og undir nokkurs konar einkaleyfi Ásverja. Jón Magnússon reyndi að tryggja Magnúsi syni sínum jörðina Grænavatn í Mývatnssveit ásamt námaréttindum sem hann áleit að tilheyrðu jörðinni, en Ásverjar töldu sín. Upp úr þessu varð þræta um réttindin sem lauk með því að konungur keypti „brennisteinsfjöll“ Ásverja 1563 og veitti þeim meðal annars sýsluvöld í Þingeyjaþingi fyrir. Magnús náði þó að halda jörðinni Grænavatni, giftist Ragnheiði dóttur Eggerts Hannessonar lögmanns og flutti árið 1565Ögri í Ísafjarðardjúpi.

Deilur við Guðbrand biskup

breyta

Árið 1573 varð Jón Jónsson á Vindheimum, bróðir Magnúsar prúða, lögmaður norðan og vestan og varð brátt valdamesti maður Íslands. Um sama leyti var Guðbrandur Þorláksson biskup að reyna að endurheimta þær jarðir sem Gottskálk Nikulásson biskup hafði haft af afa hans, Jóni Sigmundssyni, með rangindum. Biskupi varð nokkuð ágengt í fyrstu, en þegar hann reyndi að endurheimta jarðirnar Hól og Bessastaði í Sæmundarhlíð í Skagafirði komu fram nokkur bréf þar sem morð og fleiri glæpir voru bornir á Jón Sigmundsson. Guðbrandur gaf þá út á prenti þrjá morðbréfabæklinga þar sem hann sýndi fram á að bréfin væru fölsuð og kenndi Jóni Ólafssyni lögréttumanni, þáverandi eiganda jarðanna, um fölsunina. Við þetta hófst svokallað „morðbréfamál“ þar sem Jón Jónsson lögmaður, Jón Sigurðsson lögmaður, bróðursonur hans og Jón Magnússon snerust gegn biskupi, en Ari Magnússon í Ögri, tengdasonur biskups, lenti í þeirri stöðu að verja hann og sækja mál hans gegn ættmennum sínum.

Galdramál á Vestfjörðum

breyta

Mestalla 17. öld sátu Svalberðingar að embættum á Vestfjörðum og í Dölum. Ættin átti sinn þátt í því að langstærstur hluti þeirra galdramála sem upp komu á Íslandi tengdust þessum landshluta, einkum í Selárdalsmálum sem leiddu af sér sjö galdrabrennur, eða þriðjung allra galdrabrenna á Íslandi. Þar komu við sögu Páll Björnsson, prófastur í Selárdal, sonarsonur Magnúsar prúða, Helga kona hans og hálfbróðir Páls, Eggert Björnsson ríki, sýslumaður í Barðastrandarsýslu. Á þessum tíma var Þorleifur Kortsson lögmaður norðan og vestan, en hann var mægður inn í ættina, giftur Ingibjörgu Jónsdóttur Magnússonar prúða. En ættin kom víðar við í galdramálum; Magnús Jónsson, sýslumaður, bróðir Ingibjargar, var borinn göldrum vegna þess að hann þótti sýna galdramönnum linkind (hann hafði hugmyndir um að galdramenn yrðu látnir sæta sektum í stað húðláts). Hann sór galdraorðið af sér á Alþingi 1657. Brynjólfur Sveinsson biskup, dóttursonur Staðarhóls-Páls, þótti með eindæmum undanlátssamur gagnvart þeim skólapiltum sem uppvísir urðu að meðferð galdrastafa. Þannig mætti lengi áfram telja, svo segja má að óvenjulega stór hluti ættarinnar tengist galdramálum með einum eða öðrum hætti.

Ættartré

breyta

Ættartré Svalbarðsættar frá árinu 1480 til 1707:

Jón Magnússon ríki á Svalbarði, lögréttumaður (1480─1564) ~ (1) Ragnheiður Pétursdóttir á rauðum sokkum (~1494─1540)
│                                                           (2) Guðný Grímsdóttir (d. 1584)
├─Steinunn Jónsdóttir á Melstað (~1513-~1593) ~ (1) Björn Jónsson á Melstað
│                                               (2) Ólafur Jónsson í Snóksdal
│                                               (3) Eggert Hannesson sýslumaður
│
├─Sólveig Jónsdóttir (~1520-?) ~ Filippus Þórarinsson á Svínavatni
│
├─Magnús Jónsson prúði, sýslumaður í Ögri og Bæ á Rauðasandi (1525─1591) ~ Ragnheiður Eggertsdóttir sýslumanns
│ │
│ ├─Jón Magnússon eldri í Haga, sýslumaður (~1566─1641) ~ Ástríður Gísladóttir
│ │ │
│ │ ├─Magnús Jónsson í Haga, sýslumaður (~1600–1675)
│ │ │
│ │ ├─Eggert Jónsson á Stóru-Ökrum, lögréttumaður (~1603─1656) ~ Steinunn Þorvaldsdóttir
│ │ │ │
│ │ │ ╰─Jón Eggertsson klausturhaldari (1643─1689) ~ Sigríður Magnúsdóttir stórráða
│ │ │
│ │ ├─Gísli Jónsson í Reykjarfirði, sýslumaður (1615─1679)
│ │ │
│ │ ╰─Ingibjörg Jónsdóttir (1615─1703) ~ Þorleifur Kortsson, lögmaður
│ │
│ ├─Ari Magnússon í Ögri, sýslumaður (1571─1652) ~ Kristín Guðbrandsdóttir
│ │ │
│ │ ├─Magnús Arason á Reykhólum, sýslumaður (1599─1635) ~ Þórunn Jónsdóttir ríka
│ │ │
│ │ ├─Jón Arason í Vatnsfirði, prófastur (1606─1673)
│ │ │
│ │ ╰─Halldóra Aradóttir (~1600─1652) ~ Guðmundur Hákonarson, sýslumaður á Þingeyrum
│ │
│ ╰─Björn Magnússon í Saurbæ sýslumaður (~1580─1635) ~ (1) Sigríður Daðadóttir
│    │                                                  (2) Helga Arngrímsdóttir
│    │
│    ├─Eggert Björnsson ríki á Skarði (1612─1681)
│    │
│    ╰─Páll Björnsson í Selárdal, prófastur (1621─1706) ~ Helga Halldórsdóttir
│
├─Þórdís Jónsdóttir (~1525-?) ~ Þorgrímur Þorleifsson, bóndi í Lögmannshlíð
│
├─Staðarhóls-Páll Jónsson, sýslumaður á Reykhólum (~1538─1598) ~ Helga Aradóttir
│ │
│ ├─Ragnheiður Pálsdóttir (~1565─1636) ~ Sveinn Símonarson prestur í Holti í Önundarfirði
│ │ │
│ │ ╰─Brynjólfur Sveinsson, biskup (1605─1675)
│ │
│ ├─Pétur Pálsson á Staðarhóli (~1565─1621)
│ │
│ ╰─Elín Pálsdóttir (1571─1637) ~ Björn Benediktsson ríki á Munkaþverá, sýslumaður
│    │
│    ├─Magnús Björnsson í Eyjafirði, lögréttumaður (1595─1662) ~ Guðrún Gísladóttir
│    │ │
│    │ ╰─Gísli Magnússon (Vísi─Gísli), sýslumaður (1621─1696) ~ Þrúður Þorleifsdóttir
│    │    │
│    │    ╰─Guðríður Gísladóttir (1651─1707) ~ Þórður Þorláksson, biskup
│    │
│    ├─Sigríður Björnsdóttir (~1586─1633) ~ Páll Guðbrandsson á Þingeyrum, sýslumaður
│    │
│    ╰─Guðrún Björnsdóttir (~1600─1633) ~ Gísli Oddsson, biskup
│
├─Jón Jónsson á Vindheimum, lögmaður (1536─1606)
│
╰─Sigurður Jónsson á Reynistað, sýslumaður (~1540─1602) ~ Guðný Jónsdóttir
   │
   ├─Jón Sigurðsson á Reynistað, lögmaður (~1565─1635)
   │
   ├─Elín Sigurðardóttir (~1580─1662) ~ Guðmundur Einarsson á Staðarstað, prófastur
   │
   ╰─Halldóra Sigurðardóttir (~1573─1645) ~ Þorbergur Hrólfsson á Seylu, sýslumaður
│
╰─Kolbeinn Jónsson klakkur (~1550-~1619), bóndi á Einarslóni á Snæfellsnesi
  NODES