Syd Barrett
Roger Keith „Syd“ Barrett (6. janúar 1946 – 7. júlí 2006) var enskur söngvari, lagahöfundur, gítarleikari og listamaður. Þekktastur var hann fyrir að hafa verið einn af stofnmeðlimum rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd. Hann var þó ekki virkur sem tónlistarmaður nema í nokkur ár en dró sig svo út úr sviðsljósinu og hafði lítil samskipti við umheiminn frá því á 8. áratugnum til dánardags. Þrátt fyrir það hafa bæði lagasmíðar hans og sérstæður söngstíll reynst mikill áhrifavaldur annarra tónlistarmanna.