TikTok

Kínverskur samfélagsmiðill

TikTok er smáforrit og samfélagsmiðill fyrir iOS og Android. Notendur geta búið til og deilt stuttum myndskeiðum. Smáforritið var hannað í Kína. TikTok var gefið út af fyrirtækinu ByteDance árið 2017 en það fyrirtæki hafði áður gefið út appið Douyin (kínverska: 抖音) fyrir kínverskan markað í september 2016. TikTok og Douyin eru eins en keyra á mismunandi vefþjónum vegna reglna um ritskoðun í Kína. Notendur geta búið til stutt tónlistarmyndbönd (3-15 sekúndur) þar sem persónur hreyfa varir eins og þær séu að tala/syngja (e. lip-sync) og búið til stutt myndbönd 3 til 180 sekúndur. Appið er vinsælt í Asíu og Bandaríkjunum og víða annars.

Árið 2018 varð TikTok geysivinsælt og var það smáforrit sem mest var hlaðið niður í Bandaríkjunum í október 2018. Það ár náði TikTok og Douyin samanlagt yfir einum milljarð niðurhala.

  NODES
Note 2