Tunga er stór vöðvi, eða öllu heldur átta tengdir vöðvar, í munni sem vinnur fæðu til að tyggja og gleypa. Yfirborð tungunnar er þakið bragðlaukum sem greina bragð. Áður var talið að bragðlaukarnir dreifðust misjafnt á tunguna þannig að ákveðnir hlutar hennar skynjuðu tiltekið bragð, þannig að tungubroddurinn skynjaði sætt bragð og aðrir hlutar tungunnar salt, beiskt og súrt bragð, en rannsóknir hafa leitt í ljós að svo er ekki, allir hlutar tungunnar skynja allar bragðtegundir.

Upprúlluð tunga (en ekki geta allir rúllað svona upp; og margir telja það stjórnast af erfðum en það er misskilningur.)

Tungan getur hreyfst á ýmsa vegu og þannig myndað hljóð og er því mikilvægt tæki í talmáli. Fjórir af vöðvunum átta sem mynda tunguna eru tengdir við bein og hlutverk þeirra er að breyta stöðu tungunnar í munninum. Hinir fjórir tengjast ekki beinum og hlutverk þeirra er að breyta lögun hennar. Stundum sést því haldið fram að tungan sé sterkasti vöðvi líkamanns en fyrir því er enginn fótur; hún er hins vegar sá hreyfanlegasti.

Hljóðfræði og tungan

breyta

Í hljóðfræði er venja að skipta tungunni í þrjá til fjóra hluta þótt mörkin milli þeirra séu ekki fastákveðin. En venjulega er þeim skipt í: Tungubrodd, tungubak (sem gjarnan er skipt í framtungu og miðtungu) og svo tungurót.

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES