UK Singles Chart (einnig Official Singles Chart og Official UK Top 40) er listi yfir vinsælustu smáskífurnar í Bretlandi.[1] Hann er tekinn saman af Official Charts Company (OCC) og byggir á gögnum um sölur, niðurhal, og streymi. Til að komast á listann má smáskífan ekki vera lengri en 15 mínútur og þarf að kosta að minnsta kosti 40 penní.[2]

Listinn var fyrst tekinn saman árið 1952 og hafa í kringum 1200 smáskífur komist á topp listans frá og með júlí 2012 samkvæmt tölulegum gögnum OCC. Fyrsta lagið sem komst í fyrsta sæti var „Here in My Heart“ eftir Al Martino.[3]

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Official Singles Chart Top 100 | Official Charts Company“. Officialcharts.com. Sótt 31. mars 2021.
  2. „Rules For Chart Eligibility: Singles“ (PDF). London: Official Charts Company. apríl 2013. bls. 4. Sótt 1. júní 2015.
  3. Smith, Alan. „50s & 60s UK Charts – The Truth!“. Dave McAleer's website. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2011. Sótt 4. nóvember 2010.

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES