Umferðarljós eru ljós sem höfð eru við gatnamót til að stjórna straumi farartækja og fótgangandi. Fyrstu umferðarljósin voru sett upp í London árið 1868 en í dag er þau að finna í flestum borgum heimsins. Flest umferðarljós fyrir farartæki eru með perum í þremur litum sem ætlað er að veita vegfarendum upplýsingar (sbr. myndina):

  1. Rautt ljós — verður að stöðva ökutækið og bíða eftir grænu ljósi
  2. Rautt og gult ljós í einu — ljósið fer að breytast í grænt
  3. Grænt ljós — má keyra áfram
  4. Gult ljós — ljósið fer að breytast í rautt, verður að stöðva ökutækið nema það sé komið of nálægt línunni á veginum
Litir umferðarljósa fyrir farartæki

Til eru líka umferðaljós fyrir sérstök farartæki, eins og strætisvagna og sporvagna. Þessi ljós mega vera með perum ólíkum þeim í venjulegum umferðarljósum svo að sé skýrt að þau eru ætluð .smerkið skal vera með hvítu ljósi í öllum þremur ljósopum. Til dæmis á Íslandi er svona ljós að finna við Hlemm, í þessu tilfelli skiptast þau á hvítu „S“ merki og hvítu lóðréttu eða hallandi bandstriki; „S“ merkið táknar rautt ljós á almennum umferðarljósum. Þverstrik táknar gult ljós og lóðrétta eða hallandi ljósið táknar grænt ljós. Á Íslandi gilda þessi ljósmerki fyrir strætisvagna og áætlunarbifreiðir.

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES