Varsjárbandalagið

Varsjárbandalagið var hernaðarbandalag Sovétríkjanna og nokkurra annarra kommúnistaríkja í Austur-Evrópu á tímum Kalda stríðsins. Það var stofnað í Varsjá þann 14. maí 1955 að frumkvæði Nikita Krústsjov, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Bandalagið var hugsað sem svar við Atlantshafsbandalagi vesturveldanna sem stofnað var 1949. Sérstaklega var það innganga Vestur-Þýskalands í NATO sem varð kveikjan að stofnun Varsjárbandalagsins.

Varsjárbandalagið
Aðildarríki Varsjárbandalagsins sjást hér rauð á kortinu.

Varsjárbandalagið var formlega leyst upp hinn 1. júlí 1991.

Meðlimir

breyta
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES