Verðbólga er hugtak í hagfræði, og mælir verðhækkun yfir ákveðið tímabil og er oftast miðað við 12 mánaða tímabil. Þegar talað er um verðbólgu er venjulega átt við almenna hækkun í verði vara og þjónustu sem heimili neyta. Verðbólga kemur fyrst og fremst til vegna peningaprentunar. Kostnaðarverðbólga er verðbólga sem er tilkomin vegna þess að laun hækka umfram framleiðni. Óðaverðbólga var heiti sem notað var í fjölmiðlum á 8. áratug 20. aldar til að lýsa verðbólgu á Íslandi og víðar í heiminum, þar sem verðhækkanir mældust í mörgum tugum prósentna á ársgrundvelli eða jafnvel vel yfir 100%. Verðhjöðnun er andstæða verðbólgu og þýðir að verðlag lækkar: þ.e.a.s. að verð á vörum og þjónustu lækkar.

Kort sem sýnir verðbólgu í hinum ýmsu löndum (2023).

Hæst varð verðbólga á Íslandi 1983 eða 70 %. Hafði verðbólgan farið úr böndunum síðari hluta árs 1982 og febrúar-mars '83 mældist hún 225 % á ársgrundvelli en mjög gekk að draga úr henni þannið að í lok september var verðbólgan komin niður í 0,5 % milli mánaða.[1]

Tenglar

breyta
  • Hvað er verðbólga?; grein úr Morgunblaðinu 1983
  • „Hvað er verðbólga?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er mínus-verðbólga?“. Vísindavefurinn.
  • Hvað er verðbólga?; grein í Þjóðviljanum 1978
  • Þróun verðbólgunar á Íslandi í 15 ár; grein í Morgunblaðinu 1976
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2998#
  NODES