Verbúðin

íslenskir sjónvarpsþættir

Verbúðin er íslenskir dramaþættir, skrifaðir af Gísla Erni Garðarssyni, Birni Hlyn Haraldssyni og Mikael Torfasyni[1]. Þættirnir eru framleiddir af Vesturport í samstarfi við RÚV. Fyrsti þátturinn var frumsýndur 26. desember 2021 og sá síðasti af átta 13. febrúar 2022.[2][3][4]

Yfirlit

breyta

Þættirnir gerast á árunum 1983 til 1991 og fjalla um vinahóp sem kaupir gamlan togara með og byggir lítið sjávarútvegsveldi í þorpi í Vestfjörðum. Allt gengur vel þar til íslenska ríkið byrjar með kvótakerfið sem snýr lífi þeirra á hvolf og leiðir til afbrýðisemi, græðgi og svika.[5]

Leikarar og persónur

breyta

Framleiðsla

breyta

Þættirnir voru teknir upp árið 2020 í Reykjavík og á Vestfjörðum.[12][13]

Móttökur

breyta

Samkvæmt könnun hjá Prósent horfðu 57% íslendinga á fyrsta þáttinn og gáfu 88% af þeim honum jákvæða dóma.[14][15] Eftir frumsýningu fyrsta þáttarins gagnrýndi Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þáttinn fyrir lýsingu hans á landsbyggðarfólki.[16][17]

Verðlaun

breyta

Í september 2021 vann þáttaserían aðalverðlaunin á Series Mania hátíðinni.[18] Í nóvember vann hún dómnefndarverðlaunin á Serielizados Fest á Spáni.[19] Þann 2. febrúar 2022 tilkynnti Nordisk Film & TV Fond að Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason, rithöfundar Verbúðarinnar, hefðu unnið Nordic TV Drama Screenplay Award árið 2022.[20][21][22]

Verbúðin vann 9 verðlaun á Eddunni 2023. [23]

Framhald

breyta

22. nóvember 2022 var tilkynnt að Vesturport hafi haft störf við að skrifa aðra þáttaröð þáttana.

Tilvísanir

breyta
  1. Jakob Bjarnar (24. janúar 2022). „Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur“. Vísir.is. Sótt 24. janúar 2022.
  2. Davíð Roach Gunnarsson; Atli Már Steinarsson (4. júlí 2020). "Það var bara unnið, drukkið og djammað". RÚV. Sótt 27. desember 2021.
  3. Anna Marsibil Clausen (27. desember 2021). „Búningarnir fengnir úr fataskáp ráðherra“. RÚV. Sótt 27. desember 2021.
  4. „Verbúðin slær í gegn hjá Íslendingum“. Morgunblaðið. 27. desember 2021. Sótt 27. desember 2021.
  5. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (4. desember 2021). „Fyrsta stiklan úr Verbúðinni: "Þetta er óður til níunda áratugarins". Vísir.is. Sótt 27. desember 2021.
  6. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (4. júlí 2021). „Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar“. Vísir.is. Sótt 27. desember 2021.
  7. Júlía Margrét Einarsdóttir; Atli Már Steinarsson (10. janúar 2022). „Áskorunin var klárlega í því að Sveppi missti höndina“. RÚV. Sótt 10. janúar 2022.
  8. „Áskorun að missa útlim í Verbúðinni“. K100. Morgunblaðið. 17. janúar 2022. Sótt 18. janúar 2022.
  9. Davíð Kjartan Gestsson; Baldvin Þór Bergsson (11. janúar 2022). „Á sundskýlunni í heimspressunni“. RÚV. Sótt 11. janúar 2022.
  10. „Þegar Steingrímur sprangaði um á sundskýlunni“. Morgunblaðið. 10. janúar 2022. Sótt 14. febrúar 2022.
  11. „Verbúðin sprengdi skalann í gærkvöldi“. Morgunblaðið. 24. janúar 2022. Sótt 24. janúar 2022.
  12. Orri Freyr Rúnarsson (21. maí 2020). „Tökur hafnar á spennuþáttum um kvótakerfið“. RÚV. Sótt 27. desember 2021.
  13. „Sjáðu heimili Hörpu og Gríms í Verbúðinni“. Morgunblaðið. 3. janúar 2022. Sótt 16. janúar 2022.
  14. Þorvarður Pálsson (11. janúar 2011). „Höfuðborgarbúar ánægðari með Verbúðina en landsbyggðin“. Fréttablaðið. Sótt 15. febrúar 2022.
  15. „Mikið áhorf og mikil ánægja með fyrsta þátt Verbúðarinnar“. Klapptré. 14. janúar 2022. Sótt 15. febrúar 2022.
  16. Jakob Bjarnar (27. desember 2021). „Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV“. Vísir.is. Sótt 27. desember 2021.
  17. Arnar Þór Ingólfsson (27. desember 2021). „Þingmaður upplifði "landsbyggðarrasisma" við sjónvarpsáhorf á öðrum degi jóla“. Kjarninn. Sótt 27. desember 2021.
  18. Ragnar Tómas (3. september 2021). „Icelandic Thriller Blackport Takes Grand Prize at Series Mania 2021“. Iceland Review. Sótt 27. desember 2021.
  19. Þorgils Jónsson (5. nóvember 2021). „Verbúð verðlaunuð á Spáni“. Vísir.is. Sótt 27. desember 2021.
  20. „Hljóta verðlaun fyrir handrit Verbúðarinnar“. Morgunblaðið. 2. febrúar 2022. Sótt 2. febrúar 2022.
  21. „Blackport wins the 2022 Nordisk Film & TV Fond Prize“. Nordisk Film & TV Fond. 2. febrúar 2022. Sótt 2. febrúar 2022.
  22. Sylvía Rut Sigfúsdóttir (2. febrúar 2022). „Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin“. Vísir.is. Sótt 2. febrúar 2022.
  23. Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Vísir sótt 19/3 2023

Ytri tenglar

breyta
  NODES