Vertíð er sá tími árs sem bændur og vinnumenn fóru í verstöð til fiskveiða. Á árabátaöld voru vertíðir þrjár, sumarvertíð, vetrarvertíð og haustvertíð. Fiskigöngur réðu mestu um hvenær vertíð hófst. Þeir sem fóru í verið kölluðust vermenn. Verferðir milli heimilis og verstaðar voru oft löng ferðalög og á þeim fylgdu vermenn ákveðnum verleiðum sem mótast höfðu í aldanna rás. Í verinu bjuggu vermenn í verbúðum. Vetrarvertíð var mikilvægasta vertíðin í íslenska bændasamfélaginu, á veturna var minni þörf fyrir vinnuframlag í sveitum og einmitt á þeim tíma voru fiskigöngur mestar á mið við Suður- og Vesturland. Þá héltu menn úr öðrum landshlutum til Suðurnesja, Breiðafjarðar og Vestfjarða. Vermenn lögðu af stað í verið á vetrarvertíð um miðjan janúar en ferðin gat tekið marga daga.

Þegar Gregoríska tímatalið var tekið upp árið 1700 hófst vetrarvertíð fyrsta virkan dag eftir kyndilmessu 2. febrúar og stóð yfir í 14 vikur. Smám saman komst á sú venja að vertíðin stóð til 11. maí. Á Suðurlandi hófst vorvertíð 12. maí og stóð til Jónsmessu 24. júní. Haustvertíð hófst á Mikjálsmessu 29. september og stóð til Þorláksmessu að vetri 23. desember.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1