Heimildir eru eitt af undirstöðuatriðum alfræðirits. Heimildir verður að vera hægt að finna fyrir öllu svo hægt sé að taka mark á efni Wikipediu — það þarf að vera hægt að vísa í heimildir fyrir sérhverri staðreynd og fullyrðingu, en ekki síst þeim sem dregnar eru í efa eða líklegt er að verði dregnar í efa. Tilvísun í heimildir tryggir líka að engar frumrannsóknir sé að finna í greinum alfræðiritsins.

Af hverju er mikilvægt að vísa í heimildir?

breyta

Wikipedia er í eðli sínu samvinnuverkefni fólks með mismikla menntun eða þjálfun og sem býr yfir mismikilli þekkingu. Lesandinn þarf að vera fullviss um að upplýsingarnar í greinum ritsins séu áreiðanlegar: þetta er ekki síst brýnt þegar viðfangsefnið er umdeilt. Wikipedia byggir á þeirri grundvallarreglu að allar gagnlegar upplýsingar sem einhver veit ættu að vera skrifaðar einhvers staðar nú þegar og því er besta leiðin til að styðja upplýsingarnar hér einfaldlega sú að vísa í þá heimild.

Tilgangur heimildatilvísunar er:

  • að auka trúverðugleika Wikipediu í heild sinni.
  • að sýna að innihald einstakra greina sé trúverðugt og sannreynanlegt.
  • að viðurkenna skuld við heimildina sem veitti gagnlegar upplýsingar til þess að forðast ásakanir um ritstuld.
  • að sýna að upplýsingarnar feli ekki í sér frumrannsóknir.
  • að hjálpa lesendum að finna frekara lesefni um viðfangsefnið.
  • að minnka líkurnar á deilum um breytingar á greinum.
  • að tryggja að greinar um lifandi fólk séu áreiðanlegar og í samræmi við reglur Wikipediu um æviágrip lifandi fólks.

Athugið: Aðrar greinar á Wikipediu eru ekki viðeigandi heimildir.

  • Fullyrðingar í öðrum greinum á Wikipediu eru annaðhvort studdar heimildum eða ekki; ef þær eru studdar heimildum er rétt að vísa beint í þær heimildir en ef þær eru ekki studdar heimildum þá jafngildir tilvísun í wiki-greinina því að vísa ekki í heimild.

Sjá einnig

breyta
  NODES
Note 1