haglél

1 breyting í þessari útgáfu er óyfirfarin. Stöðuga útgáfan var skoðuð 3. ágúst 2020.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „haglél“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall haglél haglélið haglél haglélin
Þolfall haglél haglélið haglél haglélin
Þágufall hagléli haglélinu hagléljum hagléljunum
Eignarfall hagléls haglélsins haglélja hagléljanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
 
[1] Haglél

Nafnorð

haglél (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Haglél er tegund úrkomu, sem fellur úr éljaskýjum og er glærar eða mattar og oft harðar ískúlur, 5 til 50 mmþvermáli. Í einstaka tilfellum eru höglin svo stór að þau valda tjóni á mannvirkjum og gróðri.
Undirheiti
[1] hagl
Sjá einnig, samanber
Orð tengd hagléli:
bleikihagl er él með hálfgagnsæjum haglkornum sem átti að boða lin.
gráp gamalt orð haft um haglél.
grjónabylur er hagl, él (á norðaustan).
hagldropi haglkorn.
haglsteinn haglkorn.
hegla - það heglir - það fellur hagl.
snæhagl hagl, 2-5 mm í þvermál.

Þýðingar

Tilvísun

Haglél er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „haglél

Margmiðlunarefni tengt „hagléli“ er að finna á Wikimedia Commons.

  NODES