Íkornar eru allar tegundir innan ættarinnar Sciuridae sem eru lítil og meðalstór nagdýr. Meðal íkornategunda eru trjá- og jarðíkornar (Sciurinae) og flugíkornar, múrmeldýr og sléttuhundar.

Íkornar
Mismunandi tegundir af ættinni Sciuridae
Mismunandi tegundir af ættinni Sciuridae
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Nagdýr (Rodentia)
Undirættbálkur: Sciuromorpha
Ætt: Sciuridae
Fischer de Waldheim, 1817
Íkorni teygir sig eftir fóðri og getur snúið afturlöpp þannig ða hann geti klifrað niður með höfuðið fyrst.

Íkornar eru vanalega lítil dýr allt frá afrískum dvergíkorna sem er 7-10 sm að lengd og aðeins 10 g yfir í múrmeldýr í Alpafjöllum sem verður 53-73 sm og 5 - 8 kg. Þeir eru vanalega mjóslegnir með loðið skott og stór augu og feldur þeirra er oftast mjúkur með silkiáferð. Oftast eru afturfætur lengri en framfætur og það eru fjórar eða fimm tær á hverri loppu. Íkornar hafa gott jafnvægisskyn sem kemur sér vel þegar klifrað er í trjám.

Algengasta íkornategund í Evrópu er rauðíkorni (Sciurus vulgaris) og sést hann oft safna hnetum á haustin því hann leggst ekki í dvala á veturna. Á Bretlandseyjum hefur rauðíkornum fækkað undanfarið en gráíkornum (Sciurus carolinensis) fjölgað. Gráíkornar leggjast ekki í dvala og eru virkir allt árið. Þeir helga sér óðöl og ræðst stærð af fæðuframboði.

Tenglar

breyta
  • „Hvað geturðu sagt mér um íkorna?“. Vísindavefurinn.
  • „Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands?“. Vísindavefurinn.
  • Tree of Life: Sciuridae Geymt 12 júní 2010 í Wayback Machine
  • Squirrel Tracks: How to identify squirrel tracks in the wild
  • National Geographic link on Squirrels Geymt 14 júní 2007 í Wayback Machine
  NODES
languages 1
mac 2
os 1