Íslandsmót karla í íshokkí

Íslandsmót Karla í Íshokkí er efsta deild í íshokkí á Íslandi - Hertz-deildin. Þrjú lið keppa í deildinni: Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur og Fjölnir (áður Björninn en sameinaðist Fjölni 2018). Tímabilin 2014-2018 spilaði UMFK Esja einnig í deildinni.

Íslandsmót Karla í Íshokkí
Íþrótt Íshokkí
Stofnuð 1991
Fjöldi liða 4
Land Fáni Íslands Ísland
Sigursælasta liðið Skautafélag Akureyrar (23 titlar)
Opinber heimasíða www.ihi.is

Íshokkí á Íslandi var upprunalega leikið á tjörnum og ám. Veðrið gerði erfitt fyrir að spila og gerðu aðstæður mjög krefjandi. 1987 var fyrsta vélfrysta skautasvellið byggt á Akureyri og síðan í Laugardalnum þremur árum síðar, árið 1990. Árið 1998 var reist Skautahöll í Laugardalnum, á Akureyri árið 2000 og svo í Egilshöll í Reykjavík 2003.

Fyrsta deildin í íshokkí var stofnuð 1991 með þremur liðum (SA, SR og Björninn) Deildin byrjar venjulega í september og lýkur í mars eða apríl.

Núverandi lið (2017-2018)

breyta

Á Akureyri

Í Reykjavík

* (*) Fjöldi Íslandsmeistara titla.

Fyrrverandi lið

breyta
  • Narfi frá Hrísey eða Narfi Ishokki (Spilaði á Akureyri)
  • Húnar - Varalið/Aukalið Bjarnarins
  • Fálkar - Varalið/Aukalið Skautafélags Reykjavíkur
  • Jötnar - Varalið/Aukalið Skautafélags Akureyrar
  • UMFK Esja úr Reykjavík (æfði/spilaði í Laugardalnum)
  • Reykjavík, sameinað kvennalið SR og Fjölnis (spilar ekki í deildinni)

Íslandsmeistarar

breyta

Tímabil:

  • 1991-1992 - Skautafélag Akureyrar
  • 1992-1993 - Skautafélag Akureyrar
  • 1993-1994 - Skautafélag Akureyrar
  • 1994-1995 - Skautafélag Akureyrar
  • 1995-1996 - Skautafélag Akureyrar
  • 1996-1997 - Skautafélag Akureyrar
  • 1997-1998 - Skautafélag Akureyrar
  • 1998-1999 - Skautafélag Reykjavíkur
  • 1999-2000 - Skautafélag Reykjavíkur
  • 2000-2001 - Skautafélag Akureyrar
  • 2001-2002 - Skautafélag Akureyrar
  • 2002-2003 - Skautafélag Akureyrar
  • 2003-2004 - Skautafélag Akureyrar
  • 2004-2005 - Skautafélag Akureyrar
  • 2005-2006 - Skautafélag Reykjavíkur
  • 2006-2007 - Skautafélag Reykjavíkur
  • 2007-2008 - Skautafélag Akureyrar
  • 2008-2009 - Skautafélag Reykjavíkur
  • 2009-2010 - Skautafélag Akureyrar
  • 2010-2011 - Skautafélag Akureyrar
  • 2011-2012 - Björninn
  • 2012-2013 - Skautafélag Akureyrar
  • 2013-2014 - Skautafélag Akureyrar
  • 2014-2015 - Skautafélag Akureyrar
  • 2015-2016 - Skautafélag Akureyrar
  • 2016-2017 - UMFK Esja
  • 2017-2018 - Skautafélag Akureyrar
  • 2018-2019 - Skautafélag Akureyrar
  • 2019-2020 - Enginn Íslandsmeistari krýndur (deildinni aflýst vegna Covid)
  • 2020-2021 - Skautafélag Akureyrar
  • 2021-2022 - Skautafélag Akureyrar
  • 2022-2023 - Skautafélag Reykjavíkur
  • 2023-2024 - Skautafélag Reykjavíkur



   Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES