Ólympíuleikvangurinn í München

Ólympíuleikvangurinn í München var byggður fyrir Ólympíuleikana árið 1972. Nú er hann notaður undir frjálsíþróttakeppnir, tónleika og fótboltaleiki. Bayern München og 1860 München hættu að nota leikvanginn sem heimavöll árið 2005 vegna þess að í sameiningu byggðu þau nýjan leikvang sem ber nafnið Allianz-Arena.

Leikvangurinn ber samtals 69.100 manns sem skiptist niðu í 57.000 í sæti, 12.000 í stúku og 100 fyrir fólk sem er bundið við hjólastól.

Tenglar

breyta
  NODES
languages 1