Ómar mikli (عمر بن الخطاب; fæddur um 586590, dáinn 644) var vinur og aðdáandi Múhameðs spámanns. Hann komst til valda að Abú Bakr látnum og ríkti í tíu ár.

Íslamska veldið breiddist hratt út undir stjórn Ómars og lagði meðal annars undir sig Persaveldi á tveimur árum. Ómar var drepinn af persneskum fanga.

Ómar er í hávegum hafður meðal súnní múslima en sjítar telja hann valdaræningja.

  NODES
languages 1
os 1