Ósungið rokk
Ósungið rokk (instrúmental rokk) er notað yfir rokk þar sem ekkert er sungið. Oft eru sérstakir kaflar í lagi skilgreindir sem ósungnir þar sem söngur stöðvast og hljóðfærin aðeins notuð. Hljómsveitir sem einbeita sér að ósungnu rokki hafa þá sérstöðu að hafa engan forsprakka (sem er oftast söngvarinn) og hljóðfæraleikararnir fá að njóta sín betur og sýna listir sínar. Þó var algengt á 9. áratug tuttugustu aldar að gítarleikari varð forsprakki hljómsveitanna.