Önd er almennt heiti á nokkrum tegundum fugla af andaætt (Anatidae), sem einnig inniheldur gæsir og svani. Flokkunarfræðilegri skiptingu anda í undirættir er betur lýst í greininni um andaætt. Endur eru vatnafuglar eða sjófuglar og eru minni en gæsir og svanir.

Önd
Stokkandarkolla og steggur
Stokkandarkolla og steggur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Undirættir

Endur eru með breiðan flatan gogg sem hentar vel til að plægja botninn. Þær nýta sér fjölbreytt æti, svo sem vatnagróður, skordýr, fisk og skelfisk. Sumar geta kafað djúpt eftir æti (kafendur) en flestar láta sér nægja að stinga höfðinu ofan í vatnið (buslendur). Buslendur eru með sérstakar plötur sem liggja eftir goggnum innanverðum og virka eins og skíði hjá skíðishvölum. Þessar síur gera þeim kleift að sía vatn út um gogginn en halda fæðunni eftir. Kafendur eru þyngri en buslendur, sem gerir þeim kleift að kafa dýpra en gerir þeim jafnframt erfiðara fyrir að hefja sig til flugs. Einstaka tegundir (gulendur) hafa sérhæft sig í að veiða stærri fiska.

Steggir eða blikar hjá norðlægum andategundum eru oft með skrautlegan fjaðraham sem þeir fella á sumrin og verða þá líkari kvenfuglunum. Margar andategundir verða tímabundið ófleygar meðan á fjaðrafelli stendur; þá leita þær uppi örugg svæði þar sem nægt æti er að finna. Fjaðrafellir er venjulega undanfari flutninga hjá farfuglum.

Sumar andategundir, sérstaklega þær sem verpa á kaldari svæðum á norðurhveli Jarðar, eru farfuglar, en aðrar ekki. Sumar tegundir, sérstaklega í Ástralíu, þar sem regn er ótryggt, lifa flökkulífi og leita uppi tímabundin vötn og polla sem myndast við staðbundið regn.

Karlendur eru kallaðar „steggur“ eða „bliki“ á íslensku, en kvenfuglar ýmist einfaldlega „önd“ eða „kolla“.

Endur og menn

breyta

Á mörgum stöðum eru villiendur (þar með taldar ræktaðar endur sem er sleppt) veiddar af skotveiðimönnum.

Endur eru ræktaðar (aliendur) fyrir kjöt, egg, dún og fiður. Þær eru líka ræktaðar sem skrautfuglar og haldnar á andatjörnum eða sýndar í dýragörðum. Allar tegundir alianda nema moskusönd eru afkomendur stokkandarinnar. Margar aliendur geta orðið miklu stærri en villtir frændur þeirra með 30 sm skrokklengd (frá hálsi að stéli) og geta hæglega gleypt norræna froskinn (Rana temporaria).

Gerð er lifrarkæfa úr andalifur sem líkist gæsalifrarkæfu.

Orðsifjafræði

breyta

Orðið „önd“ er komið af frumgermanska orðinu *anuð-, *anið- og *anað- sem kom úr indóevrópsku rótinni *anǝt-. Orðið er samstofna mörgum Evrópumálum; til dæmis færeyska orðinu ont; nýnorska, sænska og danska orðinu and, miðlágþýska orðinu ant, fornháþýska orðunum anut, anat og anit; nýháþýska orðinu ente, fornenska orðinu ænid og enid. eend í hollensku, anas í latínu og antas í litháísku. Samanber latneska orðinu anas sem hefur eignarfallið anatis; forngríska orðin νῆττα (nētta) eða νῆσσα (nēssa).[1][2]

Enska orðið duck er komið af sögninni „to duck“, að beygja sig niður eða undir eitthvað (engilsaxneska: *dūcan) samanber „að dúkka“.

Frægar endur

breyta

Tengill

breyta

„Hvað getið þið sagt mér um endur?“. Vísindavefurinn.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. Ásgeir Blöndal Magnússon (3. prentun mars 2008). Íslensk orðsifjabók. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. ISBN 978-9979-654-01-8. á blaðsíðu 1224.
  2. Germanic etymology
  NODES
Done 1
see 1