Swieradow-Zdroj (þýska: Bad Flinsberg) er bær í Lubań sýslu, Neðri-Slesíu, í suð-vestur Póllandi nærri landamærunum við Tékkland. Bærinn er staðsettur í Kwisa dal, í Jizera fjöllum sem eru hluti af Súdetafjallgarði. Hann liggur 25 km sunnan við Lubań og 123 km vestan við höfuðstaðinn Wrocław. Bærinn fékk bæjarréttindi 1946. Fólksfjöldinn var 4.554 manns árið 2006.

Świeradów-Zdrój árið 2021
  NODES
languages 1