1687
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1687 (MDCLXXXVII í rómverskum tölum) var 87. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 19. mars - Robert de LaSalle var myrtur af mönnum sínum.
- 26. mars - Ólafsvík varð löggilt verslunarhöfn með konungsbréfi.
- 15. apríl - Norsku lög Kristjáns 5. voru lögtekin.
- 6. maí - Higashiyama tók við af Reigen sem Japanskeisari.
- 5. júlí - Philosophiae Naturalis Principia Mathematica eftir Isaac Newton var gefin út.
- 12. ágúst - Tyrkjaveldi beið ósigur fyrir her Heilaga rómverska ríkisins í orrustunni við Mohács.
- 26. september - Meyjarhofið í Aþenu eyðilagðist að hluta í sprengingu þegar feneysk fallbyssukúla kveikti í púðurgeymslu sem Tyrkir höfðu sett þar upp.
Fædd
breyta- 27. janúar - Johann Balthasar Neumann, þýskur arkitekt (d. 1753).
- 7. nóvember - William Stukeley, enskur fornleifafræðingur (d. 1765).
- 5. desember - Francesco Geminiani, ítalskur fiðluleikari og tónskáld (d. 1762).
- 26. desember - Johann Georg Pisendel, þýskt tónskáld (d. 1755).
Dáin
breyta- 28. janúar - Johannes Hevelius, þýskur stjörnufræðingur (f. 1611).
- 19. mars - Robert de LaSalle, franskur landkönnuður (f. 1643).
- 22. mars - Jean-Baptiste Lully, ítalskt tónskáld (f. 1632).
- 1. september - Henry More, enskur heimspekingur (f. 1614).
- 13. október - Geminiano Montanari, ítalskur stjörnufræðingur (f. 1633).
- Borgný Brynjólfsdóttur frá Dýrafirði drekkt á Alþingi, fyrir blóðskömm.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.