1691-1700

áratugur

1691-1700 var 10. áratugur 17. aldar sem telst til árnýaldar í sögu Evrópu.

Árþúsund: 2. árþúsundið
Öld: 16. öldin · 17. öldin · 18. öldin
Áratugir: 1671–1680 · 1681–1690 · 1691–1700 · 1701–1710 · 1711–1720
Ár: 1691 · 1692 · 1693 · 1694 · 1695 · 1696 · 1697 · 1698 · 1699 · 1700
Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður

Atburðir og aldarfar

breyta
 
Koparstunga frá 1690 sýnir stúdent frá Leipzig með íburðarmikla síða hárkollu sem komst í tísku í Evrópu á þessum áratug.

Níu ára stríðið

breyta

1688 fóru Frakkar með her yfir Rínarfljót og ætluðu sér með því að tryggja yfirráð yfir mikilvægum landamærahéruðum við landamærin að Þýskalandi. Loðvík 14. hugsaði sér að stríðið yrði stutt en reyndin varð hins vegar allt önnur. Heilaga rómverska ríkið hafði nýlokið við að reka Tyrki frá Vínarborg og berja niður uppreisn Imre Thököly í Ungverjalandi og snerust til varnar með stuðningi Hollendinga og Spánverja til að stöðva útþenslustefnu Frakka. Upphaflega gengu áætlanir Frakka upp, ef undan er skilin tilraun til að koma Jakobi 2. aftur á valdastól í Englandi, en efnahagshrun og hungursneyð árið 1693 drógu úr styrk Frakka sem þurftu að gefa kröfur sínar eftir í friðarsamningum 1696-1697 en héldu þó Elsass og Strassborg.

Stríð gegn Tyrkjaveldi

breyta

Rússar, Austurríkismenn og Feneyingar héldu áfram bardögum við Tyrkjaveldi. Rússar lögðu undir sig Azov og Austurríkismenn unnu mikilvæga sigra í Serbíu. Með Karlowitz-samningnum 1699 fékk Austurríki allt Ungverjaland og Transylvaníu og Feneyjar fengu Dalmatíu, Pólsk-litháíska samveldið fékk Pódólíu en Tyrkir héldu Belgrad. Samningurinn er talinn marka upphafið að hnignun Tyrkjaveldis. Samningurinn var forsenda þess að Rússar gætu sótt gegn Svíaveldi til að fá hafnaraðstöðu við Eystrasalt sem leiddi til Norðurlandaófriðarins mikla 1700-1721.

27 ára stríðið

breyta

Á Dekkanhásléttunni reyndi Aurangzeb að berja niður uppreisn Marattaveldisins. Hann náði með svikum að taka Sambhaji höndum og pyntaði hann til dauða 1689, en lát hans jók enn andstöðuna við Mógúlveldið. Rajaram Chhatrapati var krýndur konungur og varðist í Jinji-virki í Tamil Nadu. Her Mógúlveldisins náði virkinu á sitt vald 1698 eftir sjö ára umsátur. Rajaram lést úr veikindum í virkinu Sinhagad í Maharashtra en sonur Sambhajis Chattrapati Shahu tók við krúnunni.

Nornafárið í Salem

breyta

Í bænum Salem í Massachusettsflóahéraðinu hófust réttarhöld yfir fólki sem sakað var um galdra. Um 150 manns voru handteknir á árunum 1692 og 1693. Réttarhöldunum lyktaði með því að fjórtán konur og fimm karlmenn voru hengd og einn kraminn til bana með þungum steinum. Næstu árin voru réttarhöldin og þeir samfélagsleiðtogar sem stóðu fyrir þeim harðlega gagnrýnd í ræðu og riti. Ákærendur báðust opinberlega afsökunar og sögðust hafa verið ginnt af Satan til að ásaka saklaust fólk.

Ráðamenn

breyta
 
Tsangyang Gyatso, sjötti Dalai Lama
 
Málverk af Pétri mikla frá 1697
1691 1692 1693
Dalai Lama Tsangyang Gyatso (1683-1706)
Dansk-norska ríkið Kristján 5. (1670-1699)
England, Írland og Skotland Vilhjálmur 3. og María 2. (1688-1694)
Eþíópía Jósúa 1. (1682-1706)
Frakkland Loðvík 14. (1643-1715)
Heilaga rómverska ríkið Leópold 1. (1657-1705)
Holland Vilhjálmur 3. af Óraníu (1650-1702)
Japan Higashiyama (1687-1709)
Tokugawa Tsunayoshi (1680-1702)
Kingveldið Kangxi (1661-1722)
Krímkanatið Selim 1. Giray (1684-1691) Saadet 3. Giray Safa Giray
Marattaveldið Rajaram (1689-1700)
Marokkó Ismail Ibn Sharif (1672-1727)
Mógúlveldið Aurangzeb (1658-1707)
Ottómanaveldið Súleiman 2. (1687-1691) Akmeð 2.
Páfi Alexander 8. (1689-1691)
Portúgal Pétur 2. (1683-1706)
Pólsk-litháíska samveldið Jóhann 3. Sobieski (1673-1696)
Rússneska keisaradæmið Pétur og Ívan 5. (1682-1696)
Safavídaríkið Súleiman 1. (1666-1694)
Síam Phetracha (1688-1703)
Spánn Karl 2. (1665-1700)
Svíþjóð Karl 11. (1660-1697)
Víetnam Trịnh Căn (1682-1709)
1694 1695 1696 1697 1698 1699 1700
Friðrik 4. (1699–1730)
Vilhjálmur 3. (1694-1702)
Selim 1. Giray Devlet 2. Giray (1699-1702)
Chattrapati Shahu
Mústafa 2. (1695-1703)
Innósentíus 12.
Ágúst sterki (1696-1704)
Pétur mikli (1696-1725)
Hússein (1694-1722)
Karl 12. (1697-1718)
  NODES
chat 2