1776
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1776 (MDCCLXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Samkvæmt tilskipun skyldi landpóstur fara þrisvar á ári þrjár póstleiðir þ.e. frá Suður-Múlasýslu, Þingeyjarsýslu og Ísafjarðarsýslu til Suðvesturlands.
Fædd
breyta- 17. mars - Hallgrímur Þorsteinsson, prestur (d. 1816).
Erlendis
breyta- 10. janúar - Thomas Paine gaf út Almenn skynsemi þar sem hann tíundaði ástæður fyrir sjálfstæði 13 nýlendna Bandaríkjanna. Ritið varð grunnur sjálfstæðisyfirlýsingarinnar síðar á árinu.
- 9. mars - Auðlegð þjóðanna, rit eftir skoska hagfræðinginn Adam Smith kom út.
- 4. júlí - Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var undirrituð af þrettán breskum nýlendum í Norður-Ameríku, sem sögðu sig þar með úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku. Dagurinn hefur verið þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna síðan.
- 29. júlí - Domínguez–Escalante-leiðangurinn: Átta Spánverjar urðu fyrstu Evrópubúarnir til að kanna landsvæðið milli Klettafjalla og Sierra Nevada.
- 27. ágúst - George Washington tapaði fyrir Bretum í Brooklyn.
- 1. september - 6.000 hermenn frá verðandi Suðurríkjum Bandaríkjanna réðust á Séróka-þjóðina, 36 bæir voru eyðilagðir.
- Gufuvélar James Watt voru fyrst seldar.
Fædd
breyta- 24. janúar - E. T. A. Hoffmann, þýskur rithöfundur.
- 12. mars - Hester Stanhope, bresk ævintýrakona og fornleifafræðingur.
- 9. ágúst - Amedeo Avogadro, ítalskur vísindamaður.
Dáin
breyta- 25. ágúst - David Hume, skoskur heimspekingur (f. 1711).
- 6. september - Jan Bouman, hollenskur byggingarlistamaður. (f. 1706)