23. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
23. mars er 82. dagur ársins (83. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 283 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 752 - Stefán 2. varð páfi.
- 1281 - Marteinn 4. (Simone de Brion) varð páfi.
- 1568 - Vopnahlé var gert í Frönsku trúarbragðastyrjöldunum. Karl 9. Frakkakonungur og Katrín af Medici veittu húgenottum umtalsverð réttindi.
- 1816 - Bændaánauð var afnumin í Eistlandi.
- 1903 - Wright-bræður sóttu um einkaleyfi á hönnun sinni á flugvél.
- 1919 - Benito Mussolini stofnaði fasistaflokkinn í Mílanó.
- 1933 - Adolf Hitler varð kanslari Þýskalands.
- 1937 - Sundhöllin í Reykjavík var vígð.
- 1943 - Keflavíkurflugvöllur var tekinn í notkun af Bandaríkjaher.
- 1948 - Danska þingið samþykkti Heimastjórnarlögin sem færðu Færeyingum völd yfir eigin málum.
- 1956 - Pakistan varð fyrsta íslamska lýðveldið.
- 1960 - Söngsveitin Fílharmónía kom fram opinberlega í fyrsta sinn í uppfærslu Þjóðleikhússins á Carmina Burana eftir Carl Orff.
- 1965 - Geimfararnir Virgil I. „Gus“ Grissom og John Young fóru út í geiminn í fyrsta tveggja manna bandaríska geimfarinu Gemini 3.
- 1970 - Þrír þjóðkunnir leikarar héldu upp á 25 ára leikafmæli: Baldvin Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arnfinnsson.
- 1983 - Ronald Reagan Bandaríkjaforseti setti fram fyrstu hugmyndir sínar um tækni til að verjast eldflaugum. Áætlunin (SDI) var kölluð „Stjörnustríðsáætlunin“ í fjölmiðlum.
- 1987 - Bandaríska sápuóperan The Bold & the Beautiful hóf göngu sína á CBS.
- 1989 - Stanley Pons og Martin Fleischmann lýstu því yfir að þeim hefði tekist að framkalla kaldan kjarnasamruna í rannsóknarstofu við Háskólann í Utah í Bandaríkjunum.
- 1991 - Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne hófst þegar skæruliðasamtökin Revolutionary United Front reyndu að fremja valdarán.
- 1996 - Göran Persson varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 1996 - Fyrstu forsetakosningarnar voru haldnar í kínverska lýðveldinu á Tævan. Sitjandi forseti, Lee Teng-hui, var kjörinn.
- 1997 - Bresku sakamálaþættirnir Barnaby ræður gátuna hófu göngu sína á ITV.
- 1998 - Kvikmyndin Titanic vann ellefu Óskarsverðlaun og jafnaði þar með met Ben Húr frá 1959. Lokakafli Hringadróttinssögu jafnaði metið aftur árið 2004.
- 1998 - Kjalarnes varð hluti af Reykjavík.
- 1998 - Boris Jeltsín rak ríkisstjórn Rússlands og skipaði Sergej Kirijenko forsætisráðherra.
- 1999 - Luis Maria Argana, varaforseti Paragvæ, var myrtur.
- 2001 - Rússneska geimstöðin Mír hrapaði til jarðar í Kyrrahafið úti fyrir ströndum Nýja-Sjálands.
- 2004 - Síðasti þáttur gamanþáttaraðarinnar Frasier var tekinn upp í Bandaríkjunum.
- 2005 - Jóakim, prins af Danmörku og Alexandra Manley sóttu formlega um skilnað.
- 2007 - Nýja leikjatölvan frá Sony, PlayStation 3, kom út í Evrópu, Ástralíu og Singapúr.
- 2007 - Sjóher Íranska byltingarvarðarins handtóku 15 breska sjóliða á umdeildu hafsvæði milli Írans og Íraks.
- 2010 - Nektardans var bannaður á Íslandi.
- 2010 - Lög um vernd sjúklinga og heilbrigðisþjónustu á sanngjörnu verði, einnig þekkt sem Obamacare, voru undirrituð í Bandaríkjunum.
- 2018 - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ sigraði í Gettu betur í fyrsta sinn.
- 2018 - 25 ára gamall Marokkóbúi myrti 4 og særði 15 í röð skotárása í Carcassonne og Trèbes í Frakklandi. Hann var á endanum skotinn til bana af lögreglu.
- 2019 – Síðasta landsvæðið sem var undir stjórn Íslamska ríkisins, Al-Baghuz Fawqani, var frelsað.
Fædd
breyta- 1429 - Margrét af Anjou, Englandsdrottning, kona Hinriks 6. (f. 1482).
- 1643 - María de Jesús de León y Delgado, spænskur sjáandi (d. 1731).
- 1795 - Bernt Michael Holmboe, norskur stærðfræðingur (d. 1850).
- 1820 - Viktor Emmanúel 2., konungur Sardiníu og síðar Ítalíu (d. 1878).
- 1881 - Roger Martin du Gard, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1958).
- 1882 - Emmy Noether, þýskur stærðfræðingur (d. 1935).
- 1895 - Ólafur Jónsson, ráðunautur, íslenskur náttúrufræðingur (d. 1980).
- 1908 - Joan Crawford, bandarísk leikkona (d. 1977).
- 1910 - Akira Kurosawa, japanskur kvikmyndaleikstjóri (d. 1998).
- 1912 - Wernher von Braun, þýskur eðlisfræðingur og verkfræðingur (d. 1977).
- 1923 - Baldvin Halldórsson, íslenskur leikari (d. 2007).
- 1944 - Jamshid Hashempour, íranskur útvarpsmaður.
- 1946 - Jón Magnússon, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1950 - Valgerður Sverrisdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1965 - Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Garðabæ.
- 1967 - John Wayne Bobbitt, bandarískur ofbeldismaður.
- 1968 - Bjarni Ármannsson, íslenskur athafnamaður.
- 1972 - Joe Calzaghe, velskur boxari.
Dáin
breyta- 59 - Agrippina yngri, rómversk aðalskona.
- 1369 - Pétur Kastilíukonungur, myrtur eftir orrustuna við Montiel (f. 1334).
- 1555 - Júlíus 3. páfi, (f. 1487).
- 1641 - Andries Both, hollenskur listmálari (f. 1612 eða 1613).
- 1653 - Johan van Galen, hollenskur sjóliðsforingi (f. 1604).
- 1663 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir (f. 1641).
- 1680 - Nicolas Fouquet, franskur stjórnmálamaður (f. 1615).
- 1801 - Pavel I Petrovítsj, (Páll I) Rússlandskeisari (f. 1754)
- 1992 - Friedrich A. von Hayek, austurrísk-breskur hagfræðingur, stjórnmálaheimspekingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1899).
- 2011 - Elizabeth Taylor, bresk-bandarisk leikkona (f. 1932).
- 2014 - Adolfo Suárez, forsætisráðherra Spánar (f. 1932).
- 2015 - Lee Kuan Yew, forsætisráðherra Singapúr (f. 1923).