29. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
29. janúar er 29. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 336 dagar (337 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 904 - Sergíus 3. varð páfi.
- 1676 - Fjodor 3. varð Rússakeisari.
- 1730 - Anna Ivanovna varð keisaraynja Rússlands við lát frænda síns, Péturs 2.
- 1820 - Georg 4. varð formlega konungur Bretlands við lát föður síns en hafði áður verið ríkisstjóri um langt skeið.
- 1845 - Hrafninn eftir Edgar Allan Poe kom fyrst út á prenti í dagblaðinu New York Evening Mirror.
- 1861 - Kansas varð 34. fylki Bandaríkjanna.
- 1886 - Karl Benz fékk einkaleyfi á fyrsta bensíndrifna bílinn.
- 1905 - Jarðskjálfti varð á suðvesturlandi með upptök við Kleifarvatn, 5,5 á Richter.
- 1906 - Friðrik 8. varð konungur Danmerkur.
- 1928 - Slysavarnafélag Íslands var stofnað.
- 1950 - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1961 - Körfuknattleikssamband Íslands var stofnað.
- 1975 - Weather Underground gerði sprengjuárás á utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
- 1976 - IRA stóð fyrir tólf sprengjutilræðum í West End í London.
- 1979 - Brenda Ann Spencer, þá sextán ára, hóf skothríð í grunnskóla í San Diego með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn létust og nokkrir nemendur særðust. Ástæðan sem hún gaf var að henni líkaði ekki við mánudaga, sem varð til þess að írska hljómsveitin The Boomtown Rats gerði lagið „I Don't Like Mondays“ skömmu síðar.
- 1987 - William J. Casey lét af störfum sem yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar.
- 1991 - Ali Mahdi Muhammad tók við völdum í Sómalíu.
- 1991 - Nelson Mandela frá Afríska kongressflokknum og Mangosuthu Buthelezi frá Inkatha-hreyfingunni gerðu friðarsamkomulag til að binda enda á ofbeldi stuðningsmanna flokkanna.
- 1996 - Tölvuleikurinn Duke Nukem 3D kom út.
- 1996 - Óperuhúsið La Fenice í Feneyjum eyðilagðist í eldi.
- 2000 - Vísindavefurinn var opnaður af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.
- 2009 - Framsóknarflokkurinn gaf það út að hann styddi minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna gegn því að þeir samþykktu að boða til stjórnlagaþings.
- 2014 - Úkraínukreppan: Ríkisstjórnin sagði af sér og aflétti neyðarlögum.
- 2017 - 6 létust og 29 særðust þegar maður hóf skotárás í mosku í Québec í Kanada.
Fædd
breyta- 1499 - Katharina von Bora, eiginkona Marteins Lúthers (d. 1552).
- 1584 - Friðrik af Óraníu, ríkisstjóri Hollands (d. 1647).
- 1688 - Emanuel Swedenborg, sænskur guðspekingur (d. 1772).
- 1732 - Magnús Ketilsson, sýslumaður og útgefandi (d. 1803).
- 1737 - Thomas Paine, bandarískur rithöfundur (d. 1809).
- 1749 - Kristján 7., Danakonungur (d. 1808).
- 1841 - Henry Morton Stanley, bandarískur blaðamaður og landkönnuður (d. 1904).
- 1843 - William McKinley, Bandaríkjaforseti (d. 1901).
- 1866 - Romain Rolland, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1944).
- 1874 - John D. Rockefeller Jr., bandarískur athafnamaður (d. 1960).
- 1880 - W.C. Fields, bandarískur leikari (d. 1946).
- 1884 - Rickard Sandler, sænskur stjórnmálamaður (d. 1964).
- 1890 - Boris Pasternak, rússneskur rithöfundur (d. 1960).
- 1911 - Peter von Siemens, þýskur iðnrekandi (d. 1986).
- 1939 - Germaine Greer, ástralskur bókmenntafræðingur.
- 1945 - Ibrahim Boubacar Keïta, forseti Malí (d. 2022).
- 1951 - Stefán Ólafsson, íslenskur félagsfræðingur.
- 1954 - Oprah Winfrey, bandarísk sjónvarpskona.
- 1962 - Olga Tokarczuk, pólskur rithöfundur.
- 1968 - Edward Burns, bandarískur leikari.
- 1969 - Wagner Lopes, japanskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Motohiro Yamaguchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Paul Ryan, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1976 - Saúl Martínez, hondúrískur knattspyrnumaður.
- 1980 - Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur.
- 1980 - Ingimundur Ingimundarson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1990 - Daisuke Suzuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 2002 - Andri Lucas Guðjohnsen, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1676 - Alexis 1. Rússakeisari (f. 1629).
- 1730 - Pétur 2. Rússakeisari (f. 1715).
- 1756 - Snorri Jónsson, prestur á Helgafelli (f. 1683).
- 1820 - Georg 3. konungur Bretlands (f. 1738).
- 1820 - Þorkell Ólafsson, íslenskur prestur (f. 1738).
- 1906 - Kristján 9. Danakonungur (f. 1818).
- 1928 - Douglas Haig, breskur herforingi (f. 1861)
- 1955 - Hans Hedtoft, danskur stjórnmálamaður (f. 1903).
- 1965 - Nína Sæmundsson, íslenskur myndhöggvari (f. 1892).
- 1992 - Jón Sigurðsson (í bankanum), íslenskur textahöfundur (f. 1925).
- 1994 - Jakobína Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1918).
- 1999 - Hilmar Þorbjörnsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1934).
- 2002 - R.M. Hare, enskur siðfræðingur (f. 1919).
- 2003 - Lee Yoo-hyung, japanskur knattspyrnumaður (f. 1911).
- 2006 - Paik Nam-june, suður-kóreskur listamaður, oft talinn upphafsmaður svokallaðrar myndbandslistar (f. 1932).
- 2007 - Edward Robert Harrison, enskur heimsfræðingur (f. 1919).
- 2015 - Colleen McCullough, ástralskur rithöfundur (f. 1937).
- 2016 - Ragnhildur Helgadóttir, íslensk stjórnmálakona (f. 1930).
- 2020 - Sigurbergur Sigsteinsson, íslenskur íþróttamaður (f. 1948).
Hátíðis- og tyllidagar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:29 January.