Adam Gottlob Moltke

Adam Gottlob lensgreve (von) Moltke (10. nóvember 171025. september 1792) var lénsgreifi af þýskum og dönskum ættum. Hann var yfirhirðmarskálkur í Danmörku og var einn valdamesti maður landsins á stjórnartíma Friðriks 5. árin 1746-1766. Hann var verndari lista og margar byggingar og listaverk liggja eftir frá hans tíma sem hann fékk arkitekta og listamenn til að gera. Ein af höllunum fjórum í Amalíuborg er höll Moltkes en hún var byggð fyrir hann á sínum tíma. Adam Gottlob Moltke átti 22 börn.

Adam Gottlob Moltke. Málverk eftir Carl Gustaf Pilo.
  NODES
languages 1