Adrenalín (úr latínu: ad = að, ren = nýra), enn fremur nefnt epínefrín (úr grísku: epi = upp, nephros = nýru), er vaki sem myndast í merg nýrnahettna. Það er katekólamín sem er búið til á tveim stöðum í mannslíkamanum; í nýrnahettum og í mænukylfu (e. medulla oblongata). Adrenalíni er seytt við streitu eða álag til að undirbúa líkamann fyrir átök, svo sem að undirbúa líkamann fyrir baráttu upp á líf eða dauða. Adrenalín er skaðlegt líkamanum þegar því er seytt í of miklu magni í of langan tíma. Það er einnig stundum notað sem lyf, til að til dæmis minnka blæðingu, við astma og til að auka blóðsykur.

Adrenalín er á lista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir mikilvægustu lyfin.

  NODES