Afrískar býflugur

Afrískar býflugur, einnig þekktar sem drápsbýflugur (killer bees), eru blendingar af undirtegundum alibýflugu (Apis mellifera). Þær eru Apis mellifera scutellata (Afríkubý), ásamt ýmsum evrópskum undirtegundum; Apis mellifera ligustica og Apis mellifera iberiensis.

Killer Bee

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Yfirætt: Apoidea
Ætt: Apidae
Undirætt: Apinae
Ættflokkur: Apini
Ættkvísl: Apis
Tegund:
Undirtegundir

Kynblendingur (sjá texta)

Afríkubý voru fyrst flutt til Brasilíu um 1950 til að reyna að auka hunangsframleiðslu með kynblöndun við evrópsk bý; en, 1957, sluppu 26 blendingssvermir óvart úr einangrun. Síðan þá hefur blendingsstofninn breiðst út um Suður Ameríku, og kom til Norður Ameríku 1985. Bú fundust í suður Texas (B.N.A.) 1990. Stofninn hefur breiðst yfir til norðvestur B.N.A. 2011.[1]

Drápsbýflugur eru árásargjarnari, og bregðast við hraðar en Evrópskar býflugur. Þær geta elt fórnarlambið 400 m; þær hafa drepið um 1,000 manns, og fórnarlömbin fá tífalt meiri stungur en hjá Evrópskum býflugum.[2] Þær hafa einnig drepið hesta og önnur húsdýr.[3]

Það eru 28 viðurkenndar undirtegundir af alibýflugu Apis mellifera, flokkaðar aðallega eftir útbreiðslusvæðum. Allar undirtegundirnar geta blandast hver annarri. Landfræðileg einangrun hefur myndað fjölda staðbundinna aðlaganna. Þessar aðlaganir eru til dæmis að klaktími sé samhæfður blómgun jurta svæðisins, myndun klasa á kaldari svæðum, myndun flökkusvarma í Afríku, auk fjölda annarra eiginleika.

Drápsbýflugurnar eru upprunnar frá búum sem voru hjá líffræðingnum Warwick E. Kerr, sem hafði blandað Evrópskum og suður Afrískum hunangsflugum. Kerr var að reyna að rækta fram stofn sem myndi framleiða meira hunang og vera betur aðlöguð hitabeltisloftslagi heldur en Evrópski stofninn sem var í notkun í Norður, Mið og Suður Ameríku. Búin sem voru með þennann tiltekna stofn voru í býgarður nálægt Rio Claro, São Paulo, í suðaustur Brasilía og voru þekkt fyrir að vera sérstaklega árásargjörn. Þessi bú höfðu verið útbúin með sérstökum drottningargrindum (á ensku; queen excluder) til að hindra drottningar og dróna (þau eru stærri en vinnubýin) í að sleppaút og blandast við Evrópsku býin sem voru á svæðinu. Samkvæmt Warwick, þá var býræktandi í heimsókn í október 1957, sem tók eftir eð drottningargrindurnar trufluðu ferðir vinnubýanna og fjarlægði þær, sem olli því að 26 svermir af A. m. scutellata ættaðir frá Tanganyika sluppu út. Eftir þetta breiddist þessi stofn út og blandaðist við evrópsku búin; síðan hafa afkomendur þeirra breiðst út um Ameríku. Fyrstu drápsbýflugurnar í Bandaríkjunum fundust á olíusvæði í San Joaquin Valley í Kaliforníu. Býflugnasérfræðingar telja að búið hafi komið í sendingu af olíu-borpípum frá Suður Ameríku.[4] Fyrstu varanlegu búin komu til Texas frá Mexíkó 1990. Í Tucson í Arisóna, sýndi rannsókn á fönguðum svermuna 1994 að aðeins 15 prósent voru af Afríkuættum; þetta hafði aukist í 90% um 1997.[5]

 
Kort sem sýnir útbreiðslu Drápsbýflugna í Bandaríkjunum frá 1990 til 2003

Þó að drápsbýin sýni ákveðna hegðun sem er óæskileg, árásargirni og svermun aðallega, þá eru þau nú aðal gerðin af býflugum í býrækt í Mið og Suður Ameríku vegna "genetic dominance" sem og hæfileiki þeirra til að "out-compete" Evrópska frændur sína, með greinileg merki þess að þau eru öflugir hunangsframleiðendur og frjóvgarar.

Aðal munur á Drápsbýflugum og öðrum vestrænum býflugum er:

  • Hneigjast til að sverma oftar og fara lengra en aðrar gerðir af alibýflugum.
  • Eru líklegri til að flytja sig sem svar við takmörkuðu fæðuframboði.
  • Eru líklegri til að yfirgefa búin sem viðbragð við álagi.
  • Eru árásargjarnari en aðrar alibýflugur.
  • Hafa stærra varúðarsvæði kring um búin.
  • Hafa hærra hlutfall af "vörðum" í búinu.
  • Fara í stærri hópum til varnar búinu og elta ætlaða ógn lengri vegalengdir en önnur bý.
  • Búa frekar í jarðholum en önnur evrópsk bý.
  • Þola ekki lengri tímabil án fæðuöflunar, sem hindrar þau í að setjast að á svæðum með hörðum vetrum eða sérstaklega þurrum síðsumrum.
 
Bú á húsi við Gila River Indian Community í Arísóna

Koma Drápsbýflugna í Suður Ameríku ógnar þeirri gömlu list að halda stinglaus bý (Melipona) í holum trjábolum, jafnvel þó þau blandist ekki eða beinlínis keppi við hvort annað. Hunangsframleiðsla Drápsbýfluna getur verið 100 kg sem er langt yfir 3 til 5 kg frá hinum mismunandi Melipona tegundum. Þannig er það efnahagslegur þrýstingur sem fær býræktendur til að skifta frá hefðbundnum býum forfeðra sinna yfir í yfir í Drápsbýflugur. Hvort að það leiði til útrýmingar þeirra er óvíst þar sem þau eru vel aðlöguð, verandi villt, og það er fjöldi villtra plöntutegunda sem sem Alibýflugur heimsækja ekki.

 
Drápsbýflugur frjóvga Opuntia engelmannii, í Mojave eyðimörkinni

Viðbótar lesning

breyta
  • Collet T.; Ferreira K.M.; Arias M.C.; Soares A.E.E.; Del Lama M.A. (2006). „Genetic structure of African honeybee populations (Apis mellifera L.) from Brazil and Uruguay viewed through mitochondrial DNA COI–COII patterns“. Heredity. 97 (5): 329–335. doi:10.1038/sj.hdy.6800875. PMID 16955114.

Ytri tenglar

breyta

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
   Þessi liðdýragrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
COMMUNITY 1
Idea 1
idea 1
INTERN 1