Alan Turing (23. júní 19127. júní 1954) var enskur stærðfræðingur og rökfræðingur. Hann er þekktastur fyrir að finna upp svokallaða Turing-vél, sem er hugsuð vél, sem talin er geta reiknað allt sem reiknirit er til fyrir. Turing vélar hafa reynst mikilvægar fyrir framþróun tölva og tölvunarfræði.

Stytta af Turing í Manchester.

Í seinni heimsstyrjöldinni var Turing dulmálsgreinir á vegum bresku ríkisstjórnarinnar og hvíldi fullkomin leynd yfir störfum hans eins og allra annarra sem að slíku störfuðu. Hann var einn þeirra sem tókst að ráða Enigma, sem var dulmál Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, búið til með dulmálsvélinni Enigma, sem sennilega er frægasta dulmálsvél allra tíma. Eftir stríðið vann hann meðal annars að smíði tölva og þróun forritunarmála.

Turing var samkynhneigður, sem var afskaplega illa séð á þessum tíma. Þegar upp komst um kynhneigð hans féll hann í algjöra ónáð og skömmu síðar framdi hann sjálfsmorð með því að borða epli, sem hann hafði lagt í bleyti í blásýru. Sagt er að ákvörðun hans um að nota eitrað epli tengist teiknimyndinni um Mjallhvíti og dvergana sjö, sem var þá nýlega farið að sýna í kvikmyndahúsum.

Tenglar

breyta
  • „Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?“. Vísindavefurinn.
  NODES
languages 1
os 1