Aldo Moro
Aldo Moro (23. september 1916 – 9. maí 1978) var ítalskur stjórnmálamaður, félagi í kristilega demókrataflokknum og forsætisráðherra Ítalíu fimm sinnum. Hann var talinn hæfur sáttasemjari og einn af fylgismönnum hinna sögulegu sátta sem fólust í því að ítalski kommúnistaflokkurinn fengi aðild að nýrri þjóðstjórn, en hann hafði ekki setið í stjórn frá 1948. Vegna þessa, að talið er, var honum rænt af Rauðu herdeildunum í mars 1978. Hann fannst skotinn til bana í skottinu á bíl sem lagt var á götu í Róm, mitt á milli skrifstofa kristilega demókrataflokksins og ítalska kommúnistaflokksins.
Fyrirrennari: Giovanni Leone |
|
Eftirmaður: Giovanni Leone | |||
Fyrirrennari: Mariano Rumor |
|
Eftirmaður: Giulio Andreotti |