Alkmaar er borg í hollenska héraðinu Norður-Hollandi og er með 94 þúsund íbúa. Alkmaar er þekkt ostaborg.

Alkmaar
Fáni
Skjaldarmerki
Staðsetning
HéraðNorður-Holland
Flatarmál
 • Samtals31,22 km2
Mannfjöldi
 (31. desember 2010)
 • Samtals93.945
 • Þéttleiki3.009/km2
Vefsíðawww.alkmaar.nl

Lega og lýsing

breyta

Alkmaar liggur vestarlega í Hollandi, á landsvæðinu milli Norðursjávar og Ijsselmeer. Næstu borgir eru Hoorn til austurs (20 km), Amsterdam til suðausturs (40 km) og Den Helder til norðurs (40 km).

Fáni og skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki Alkmaar sýnir gráan turn á rauðum grunni. Turninn er sennilega gamalt virki, Torenburg, sem nú er horfið. Til sitthvorrar handar eru rauð ljón. Efst trónir lárviðarsveigur. Neðst er borði með áletruninni: Alcmaria victrix, sem merkir hin sigursæla Alkmaar. Þessi einkunnarorð hlaut borgin fyrir frækilega framgöngu sína gegn Spánverjum í frelsisstríðinu á 16. öld. Merkið sjálft er orðið gamalt, en var formlega tekið upp 28. desember 1956. Fáninn samanstendur af sex láréttum röndum, þremur hvítum og þremur rauðum. Efst til vinstri er sami grái turninn og í skjaldarmerkinu.

Söguágrip

breyta
 
Umsátrið um Alkmaar 1573
  • Á 11. öld myndaðist þorpið í kringum gamla bændakirkju. Þar settust bændur og verslunarmenn að.
  • 1254 fékk Alkmaar borgarréttindi af Vilhjálmi II. greifa.
  • 1573 hertóku Spánverjar borgina Haarlem og sátu síðan um Alkmaar. En með þrautseigju borgarbúa og viturlegum áflóðum þeirra með vatni, tókst þeim að hrekja þá burt. Sigurdagurinn er enn haldinn hátíðlegur í dag.
  • 1799 hertók sameiginlegur her frá Englandi og Rússlandi borgina í þeirri von að hrekja Frakka brott en þeir síðastnefndu höfðu hertekið landið árið áður. Aðgerðin mistókst og Frakkar tóku borgina á ný.
  • 1824 er Noordholland-skipaskurðurinn opnaður af Vilhjálmi konungi I, en skurðurinn liggur beint í gegnum borgina.
  • 1945 frelsuðu breskir og kanadískir hermenn borgina sem verið hafði hersetin af nasistum í heimstyrjöldinni síðari.
  • 2004 hélt borgin upp á 750 ára afmæli sitt með mikilli hátíð.
 
Ostamarkaðurinn í Alkmaar er gríðarlega vinsæll

Í Alkmaar snýst margt um ostagerð og ostasölu. Ostamarkaðurinn var stofnaður 1622 og er í dag haldinn alla föstudaga frá páskum og fram á haust. Osturinn er seldur í stykkjum eða á þar til gerðum sleðum ef um mikið magn er að ræða. Um 300 þús manns sækja ostamarkaðinn heim árlega og seld eru tugir tonna á hverjum föstudegi. Metið var slegið 1916 en þá seldust 300 tonn á einum degi. Markaðurinn hefst á því að torgið er pússað og osturinn borinn þangað á sleðum. Klukkan 10 hringir bjalla og þá byrja lætin, enda er prúttið um ostaverðið órjúfanlegur hluti af kaupunum. Í Alkmaar er ostafélag sem samanstendur af fjórum hópum. Hver hópur samanstendur aftur af sjö burðarmönnum en hópana má þekkja í sundur af litnum á höttum þeirra (rauða, græna, bláa og gula). Yfirmaður hópanna er ostafaðirinn (Kaasvader), en hann þekkist á svörtum staf með silfurlituðum hnúð.

Íþróttir

breyta

Aðalknattspyrnulið borgarinnar er AZ Alkmaar, sem varð hollenskur meistari 1981 og 2009 (lenti í öðru sæti 1980 og 2006). Liðið hefur auk þess þrisvar orðið bikarmeistari (1978, 1981 og 1982) og einu sinni unnið Johan Cruyff bikarinn (2007). Í Evrópukeppni komst AZ Alkmaar í úrslit árið 1981 en tapaði leiknum fyrir Ipswich Town. Ýmsir Íslendingar hafa leikið með félaginu; Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson (sem skipti yfir til Ajax 2011).

Í Alkmaar er skautabraut í fullri stærð (400 m) sem tekin var í notkun 1972. Brautin er að hálfu leyti opin og er vindur látin blása stöðugt í brautinni. Þar í borg er einnig stór reiðhjólahöll, kölluð Sportpaleis Alkmaar.

Vinabæir

breyta

Alkmaar viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Frægustu börn borgarinnar

breyta

Byggingar og kennileiti

breyta
  • Waaggebouw (vogarhúsið) er gríðarmikil bygging sem notuð var fyrir ostageymslu, vog og sölustað. Waag merkir einmitt vog. Húsið var reist á 16. öld og vígt 1583. Klukknaspilið var sett í 1597. Í dag er ostasafnið til húsa í vogarhúsinu.
  • De Accijnstoren er gamalt tollhlið, reist 1622. Nú til dags er byggingin notuð sem skrifstofa fyrir hafnarstjórn, enda liggur það við skipaskurðinn.
  • Mýmargar myllur eru í og við Alkmaar. Flestar þeirra eru enn í notkun, enda hafa þær verið gerðar upp síðustu áratugi.

Heimildir

breyta
  NODES
Done 1
see 1