Allison Janney

bandarísk leikkona

Allison Janney (fædd Allison Brooks Janney 19. nóvember, 1959) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, Leitin að Nemo, Juno og American Beauty.

Allison Janney
Janney á The Heart Truth tískusýningunni, 2008
Janney á The Heart Truth tískusýningunni, 2008
Upplýsingar
Fædd19. nóvember 1959 (1959-11-19) (65 ára)
Ár virk1989-
Helstu hlutverk
C.J. Cregg í The West Wing
Barbara Fitts í American Beauty
Peach í Leitin að Nemo
Bren MacGuff í Juno

Einkalíf

breyta

Janney fæddist í Boston, Massachusetts en ólst upp í Dayton, Ohio[1]. Hún er af enskum og þýskum uppruna.[2]

Janney stundaði nám við Kenyon College í Gambier, Ohio þaðan sem hún útskrifaðist með gráðu í drama. Þegar hún var við nám þá svaraði hún auglýsingu fyrir leikrit sem átti að setja upp í leikstjórn Paul Newman. Janney var ýtt áfram af Newman og konu hans Joanne Woodward að halda áfram leiklistinni.[3] Stundaði hún síðan leiklistarnám við Neighborhood Playhouse School of the Theatre í New York-borg og Royal Academy of Dramatic Art í London [4].

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

Fyrsta leikhúsverk Janney var árið 1986-87 í Citizen Tom Paine. Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Breaking Up, Blue Window, Present Laughter og 9 to 5.

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Janney var árið 1991 í Morton & Hayes. Árið 1993 var henni boðið hlutverk í sjónvarpsóperunni Leiðarljósi sem Ginger sem hún lék til ársins 1995. Síðan þá hefur hún verið með gestahlutverk í þáttum á borð við New York Undercover, Cosby, Frasier, Two and a Half Men, Lost og Veep.

Janney lék fréttaritarann og síðan starfsmannstjórann C.J. Cregg í dramaþættinum The West Wing frá 1999-2006. Fyrir hlutverk sitt sem C.J. Cregg þá vann Janney fjögur Emmy verðlaun og tvenn Screen Actors Guild verðlaun.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Janney var árið 1989 í Who Shot Patakango. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Wolf, Big Night, The Ice Storm, Primary Colors, 10 Things I Hate About You, Nurse Betty og Winter Solstice.

Árið 1999 lék Janney í óskarsverðlaunamyndinni American Beauty á móti Kevin Spacey, Annette Bening, þar sem hún lék Barbara Fitts eiginkonu Chris Cooper.

Janney talaði inn á fyrir persónuna Peach í Leitinni af Nemo. Lék hún einnig í Juno á móti Ellen Page og J.K. Simmons árið 2007. Sama ár lék hún í söngleikjamyndinni Hairspray á móti John Travolta, Michelle Pfeiffer og Christopher Walken.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1989 Who Show Patakango? Miss Penny
1994 Dead Funny Jennifer
1994 The Cowboy Way NYPD tölvufræðingur
1994 Wolf Veislugestur
1994 Miracle on 34th Street Kona í jólabúð
1995 Heading Home ónefnt hlutverk
1996 Rescuing Desire Betsy
1996 Walking and Talking Gum Puller
1996 Flux Heather
1996 Big Night Ann
1996 Faithful Sölukona
1996 The Associate Sandy
1997 Anita Liberty Kvensjúkdómalæknir
1997 Private Parts Dee Dee
1997 The Ice Storm Dot Halford
1997 Julian Po Lilah Leech
1998 Primary Colors Miss Walsh
1998 The Objecet of My Affection Constance Miller
1998 The Impostors Maxine
1998 Six Days Seven Nights Marjorie, yfirmaður Robins
1998 Celebrity Evelyn Isaacs
1999 10 Things I Hate About You Ms. Perky
1999 Drop Dead Gorgeous Loretta
1999 American Beauty Barbara Fitts
1999 The Debtors ónefnt hlutverk
2000 Leaving Drew Paula
2000 Auto Motives Grechen
2000 Nurse Betty Lyle Branch
2002 Rooftop Kisses Melissa
2002 The Hours Sally Lester
2003 Leitin að Nemo Peach
2003 How to Deal Lydia Martin
2003 Chicken Party Barbara Strasser
2004 Winter Solstice Molly Ripkin
2005 Strangers with Candy Alice
2005 The Chumscrubber Allie Stiffle
2005 Piccadilly Jim Eugenia Crocker
2005 Our Very Own Joan Whitfield
2006 Over the Hedge Gladys
2007 Hairspray Prudy Pingleton
2007 Juno Bren MacGuff
2008 Pretty Ugly People Suzanne
2008 Prop 8: The Musical Eiginkona leiðtoga Prop 8
2009 Away We Go Lily
2009 Life During Wartime Trish
2011 Star Tours: The Adventures Continue Aly San San Talaði inn á
2011 The Help Charlotte Phelan
2011 The Oranges Cathy
2011 Margaret Monica Patterson
2012 Liberal Arts Prófessor Judith Fairfield
2012 A Thousand Words Samantha Davis
2012 Struck by Lightning Sheryl Phillips
2012 Walk & Talk: The West Wing Reunion C.J. Cregg
2012 Celia Celia
2013 Touchy Feely Bronwyn
2013 The Way Way Back Betty
2013 Trust Me ónefnt hlutverk
2013 Bad Words ónefnt hlutverk
2013 Light Years Stjörnufræðingur Kvikmyndatökum lokið
2013 Days and Nights Elizabeth Í eftirvinnslu
2014 Tammy ónefnt hlutverk Í eftirvinnslu
2014 Mr. Peabody & Sherman Mrs. Grunion Talaði inn á
Kvikmyndatökur í gangi
2014 A Book of Common Prayer Grace Strasser-Mendana Í frumvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1991 Morton & Hayes Beatrice Caldicott/Mrs. Morton 2 þættir
1993 Blind Spot Doreen Sjónvarpsmynd
1993-1995 Leiðarljós Ginger ónefndir þættir
1992-1994 Law & Order Ann Madsen/Nora 2 þættir
1995 The Wright Verdicts Aðstoðarsaksóknarinn Alice Klein Þáttur: Sins of the Father
1995 New York Undercover Vivian Þáttur: Digital Underground
1996 Aliens in the Family Skólastjórinn Sherman Þáttur: A Very Brody Tweeznax
1996 Cosby Fótaaðgerðar hjúkrunarfræðingur Þáttur: Happily Ever Hilton
1997 ..First Do No Harm Dr. Melanie Abbasac Sjónvarpsmynd
1997 Path to Paradise: The Untold Story of the World Trade Center Bombing Aðstoðarsaksóknari Sjónvarpsmynd
1998 David and Lisa Alix Sjónvarpsmynd
1999 LateLine Helen Marschant Þáttur: The Minister of Television
2001 A Girl Thing Kathy McCormack Sjónvarpsmynd
2001 Frasier Phyllis/Susanna 2 þættir
2003 King of the Hill Laura Þáttur: Full Metal Dust Jacket
Talaði inn á
2005 Weeds Ms. Greenstein – lögfræðingur Þáttur: Lude Awakening
óskráð á lista
1999-2006 The West Wing C.J. Cregg 154 þættir
2007 Two and a Half Men Beverly Þáttur: My Damn Stalker
2009 The Battery´s Down Caroline Carroll 2 þættir
2010 Family Guy Teen People ritstjóri Þáttur: Dial Meg for Murder
2010 In Plain Sight Allison Pearson 2 þættir
2010 Lost Móðir Þáttur: Across the Sea
2011 Glenn Martin DDS Marcia Þáttur: GlennHog Day
Talaði inn á
2011 Mr. Sunshine Crystal Cohen 13 þættir
2012 Friday Night Dinner Barbara Fisher Sjónvarpsmynd
2012 The Big C Rita Strauss Þáttur: Life Rights
2012 Robot Chicken Grammi Gummi/Móðir/Kona Þáttur: In Bed Surrounded by Loved Ones
Talaði inn á
2008-2013 Phineas and Ferb Charlene Doofenshmirtz/Auka raddir 9 þættir
2013 Veep Janet Ryland Þáttur: First Response
2013-2021 Mom Bonnie 5 þættir
2013 Masters of Sex Margaret Scully 2 þættir
Í eftirvinnslu

Leikhús

breyta

Verðlaun og tilnefningar

breyta

AFI-verðlaunin

  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona árssins í seríu fyrir The West Wing.

Austin Film Critics Association-verðlaunin

  • 2007: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Juno.

Broadcast Film Critics Association-verðlaunin

  • 2012: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
  • 2008: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Hairspray.
  • 2008: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir Juno.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir The Hours.

Central Ohio Film Critics Association-verðlaunin

  • 2012: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir The Help.

Chlotrudis-verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Juno.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Big Night.

Drama Desk-verðlaunin

  • 2009: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir 9 to 5.
  • 1998: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir A View From the Bridge.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir Present Laughter.

Emmy-verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Golden Globes-verðlaunin

  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu/míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir The West Wing.

Gotham-verðlaunin

Hollywood Film Festival-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
  • 2007: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Hairspray.

Independent Spirit-verðlaunin

Mar del Plata Film Festival-verðlaunin

Monte-Carlo TV Festival-verðlaunin

  • 2003: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.

National Board of Review-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.

Online Film Critics Society-verðlaunin

Palm Springs International Film Festival-verðlaunin

  • 2008: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Hairspray.

Phoenix Film Critics Society-verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Hours.

Prism-verðlaunin

  • 2007: Verðlaun fyrir bestu frammistöðu í sjónvarpsmynd fyrir Our Very Own.

Satellite-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2012: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Hairspray.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur fyrir The Hours.
  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2000: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir American Beauty.

Southeastern Film Critics Association-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Help.

Television Critics Association-verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd fyrir bestu einstaklingsframmistöðu í dramaseríu fyrir The West Wing.

Theatre-verðlaunin

  • 1997: Verðlaun sem besta leikkona í leikriti fyrir Present Laughter.

Tony-verðlaunin

  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir 9 to 5.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í leikriti fyrir A View From the Bridge.

TV Guide-verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona ársins í dramaseríu fyrir The West Wing.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
  NODES
Association 5
INTERN 5
Project 1