American Indian Movement

American Indian Movement er baráttusamtök indíána í Bandaríkjunum. Samtökin voru stofnuð í Minneapolis í júlí 1968 til að berjast fyrir borgararéttindum indíána sem bjuggu í borgum, oft við mjög slæmar aðstæður. Margir frumbyggjar höfðu neyðst til að setjast að utan verndarsvæða og hefðbundinna ættbálkasvæða vegna eyðingarstefnu bandarískra stjórnvalda frá 4. áratugnum, sérstaklega í valdatíð Dwight D. Eisenhower þegar ákveðið var að virða ekki gerða samninga við ættbálka indíána frá 19. öld í nafni aðlögunar þeirra að bandarísku samfélagi. Markmið American Indian Movement endurspegluðu í fyrstu baráttumál Réttindahreyfingarinnar í Bandaríkjunum en urðu fljótlega víðtækari og snertu fleiri mannréttindi.

Fáni AIM

Hreyfingin stóð fyrir ýmsum áberandi mótmælum á 7. og 8. áratugnum. Árið 1969 stóðu þau fyrir töku Alcatraz-eyju sem þá var yfirgefið land í ríkiseigu. Haustið 1972 stóðu þau fyrir mótmælagöngu þvert yfir Bandaríkin sem var kölluð Stígur samningsbrota til að minna á samningsbrot Bandaríkjastjórnar. Róttækir meðlimir hreyfingarinnar voru meðal þeirra sem yfirtóku smáþorpið Wounded Knee 1973 og vörðust þar umsátri alríkislögreglunnar í 72 daga.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES