Andaglas er nokkurskonar leikur þar sem nokkrir þátttakendur nota stöfunarborð og tómt glas til að reyna hafa samband við anda sem eru gengnir yfir móðuna miklu. Stöfunarborðið er alsett stafrófinu en einnig tölustöfum og orðum eins og já og nei. Oftast er notað glas og því hvolft yfir borðið og síðan tylla allir fingri á glasbotninn og spyrja spurninga. Á Íslandi tíðkast að hefja leikinn með spurningunni: „Er andi í glasinu?“ Spurningin er endurtekin þar til glasið byrjar að hreyfast að því er virðist af sjálfu sér og staðnæmist við staf eða tákn. Þannig eru stöfuð fram orð og setningar sem margir túlka sem dulræn skilaboð. Í stað hins hvolfda glass er stundum notuð blaðskefta (Planchette).

Heimild

breyta
  • „Hvað getið þið sagt mér um andaglas?“. Vísindavefurinn.
  NODES