Aralvatn
Aralvatn er salt stöðuvatn í Mið-Asíu á landamærum Úsbekistans og Kasakstans. Vegna nýrra áveitukerfa sem Sovétríkin gerðu í kringum árnar Amu Darja og Syr Darja hefur það minnkað um 60% frá 1960. Saltmagn í vatninu hefur þrefaldast, en auk þess er það mjög mengað þar sem affall frá þungaiðnaði og áburður hafa safnast fyrir í því. Engar ár renna úr Aralvatni.
Tenglar
breyta- Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið?; af Vísindavefnum[óvirkur tengill]
- Aralvatnið er að hverfa; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1991
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Aralvatni.