Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson (f. 22. apríl 1989) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Þór Akureyri og íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Staða hans á vellinum er varnarsinnaður miðjumaður eða miðlægur miðjumaður. Aron var 8 ár hjá Cardiff City. Aron var fyrirliði íslenska landsliðsins 2012-2021. Hann spilaði alla fimm leikina á EM 2016 og var í hópnum fyrir HM 2018. Bróðir Arons er Arnór Þór Gunnarsson sem hefur verið með íslenska handknattleikslandsliðinu.
Aron Gunnarsson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Aron Einar Malmquist Gunnarsson | |
Fæðingardagur | 22. apríl 1989 | |
Fæðingarstaður | Akureyri, Ísland | |
Hæð | 1,81 m | |
Leikstaða | miðjumaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Þór | |
Númer | 17 | |
Yngriflokkaferill | ||
2004-2005 | Þór | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2005-2006 | Þór | 11 (0) |
2006-2008 | AZ Alkmaar | 1 (0) |
2008-2011 | Coventry City | 123 (6) |
2011-2019 | Cardiff City | 263 (25) |
2019-2024 | Al-Arabi | 79 (7) |
2024- | Þór | 1 (0) |
Landsliðsferill2 | ||
2005 2006-2008 2007-2011 2011- |
Ísland U17 Ísland U19 Ísland U21 Ísland |
7 (2) 16 (1) 11 (1) 103 (5) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Aron var sakaður um nauðgun ásamt Eggerti Gunnþóri Jónssyni á hóteli í Kaupmannahöfn árið 2010, en mál sem var höfðað gegn þeim var síðar fellt niður [1] [2]