Austurríska keisaradæmið
Austurríska keisaradæmið var keisaradæmi í Mið-Evrópu, stofnað upp úr einveldi Habsborgara árið 1804. Það var fjölþjóðlegt keisaradæmi og eitt stærstu velda Evrópu. Landfræðilega var það næststærsta land í Evrópu á eftir rússneska keisaradæminu (621.538 ferkílómetrar). Það var einnig þriðja fjölmennasta landið á eftir Rússlandi og Frakklandi auk þess að vera stærsta landið í þýska ríkjabandalaginu. Það var stofnað sem svar við fyrsta keisaradæmi Frakklands og skaraðist við hið heilaga rómverska ríki þar til það síðarnefnda leystist upp árið 1806. Málamiðlunin 1867 jók réttindi Ungverjalands. Það varð sérstök eining innan keisaradæmisins, sameinað í hið tvöfalda konungs- og keisaradæmi Austurríki-Ungverjaland.
Keisaradæmið Austurríki | |
Kaiserthum Oesterreich Kaisertum Österreich | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Gott erhalte Franz den Kaiser | |
Höfuðborg | Vín |
Opinbert tungumál | |
Stjórnarfar | Keisaradæmi |
Stofnun | |
• Yfirlýsing | 11. ágúst 1804 |
• Upplausn Heilaga rómverska keisaradæmis | 6. ágúst 1806 |
• Vínarþing | 8. júní 1815 |
• Stjórnarskrá samþykkt | 20. október 1860 |
• Stríð Prússlands og Austurríkis | 14. júní 1866 |
• Lagt niður | 30. mars 1867 |
Flatarmál • Samtals |
km² |
Gjaldmiðill | Thaler (1804–1857) Vereinsthaler (1857–1867) |