Búnaðarbálkur (Latína Georgica) er kvæði í fjórum bókum eftir rómverska skáldið Virgil, sem samið var á árunum 37-29 f.Kr. Að forminu til er kvæðið fræðslukvæði um sveitalífið og sækir að því leyti innblástur til Hesíódosar, Aratosar, Níkandrosar, Lucretiusar og fleiri skálda.

1798 illustration

Alls er kvæðið 2188 ljóðlínur undir sexliðahætti. Fyrstu tvær bækurnar fjalla einkum um akuryrkju, þriðja bók um nautgriparækt og annan búfénað og fjórða bók um býflugnabúskap. Fræðimenn eru ekki á einu máli um túlkun kvæðisins en flestir eru sammála um að kvæðið fjalli að verulegu leyti um mannlegt samfélag, ekki síst sá hluti fjórðu bókar sem lýsir samfélagi býflugnanna. Í kvæðinu eru nokkrar tilvísanir til Octavíanusar Ágústusar en kvæðið er tileinkað Maecenasi, vini Ágústusar og stuðningsmanni Virgils. Virgill og Maecenas eru sagðir hafa lesið kvæðið fyrir Ágústus er hann lá veikur sumarið 29 f.Kr.

Tíminn flýgur“ (latína: „tempus fugit“) kemur fyrst fyrir í 284. erindi þriðju bókar Búnaðarbálks, en orðrétt stóð þar: Sed fugit interea fugit irreparabile tempus, sem mætti þýða sem „en hann flýr á meðan, óbætanlegur tíminn flýr“.

  NODES