Zahir-ud-din Muhammad Babur eða Babúr (14. febrúar 148326. desember 1530) var herstjóri frá Mið-Asíu sem er þekktastur fyrir að vera stofnandi Mógúlveldisins.

Mynd af Babúr úr Bók Babúrs (Baburnama) í handriti frá um 1600.

Hann var afkomandi Tímúrs í móðurætt og Djengis Khan í gegnum föður sinn. Hann fæddist í Ferghana, sem nú er í Úsbekistan, og varð foringi yfir því svæði aðeins tólf ára að aldri eftir að faðir hans dó. Ættbálkur hans hafði bæði persnesk og tyrkísk einkenni og aðhylltist Íslamstrú.

Fyrstu herfarir hans voru í þeim tilgangi að ná völdum í Samarkand, höfuðborg Tímúrveldisins, en þær tilraunir mistókust og leiddu til þess að hann fór til svæðis þar sem nú er Afganistan og hertók Kabúl. Það var svo árið 1525 sem hann gerði innrás inn í Norður-Indland sem var þá stjórnað af Lodiveldinu. Þann 21. apríl 1526 vann hann sigur í bardaganum um Panipat sem að markar upphaf Mógúlveldisins á Indlandi.

  NODES