Bakskautslampi (orðið vísar beinna í tæknina, einnig þekktur sem CRT, enska: cathode-ray tube) eða myndlampi (sennilega meira notað orð, eða bara sjónvarp, sem er ekki beint samheiti, en var um tíma nánast þegar öll byggð á þessari tækni) er rafeindalampi með rafeindabeini og flúrljómandi skjá. Hann getur flýtt fyrir og beygt til hliðar geislar til að skapa myndir í formi ljóss. Það sem er skapað af lampanum getur verið myndir (fyrir sjónvörp og tölvur), bylgjur (sveiflusjá), ratsjá, og svo framvegis (og í undantekningartilfellum eki til að sjá myndir, heldur fyrir minni, úreld leið, sjá „Williams-túpu“ afbrigðið).

Nærmynd af bakskautslampa

Sjónvarp á Íslandi hóf útsendingar í september 1966, þá með svona myndlömpum, en í start-hvítu, seinna í lit, og (almennar) útsendingar byrjuðu fyrr í sumum mörgum öðrum löndum, fyrst í Bandaríkjunum, líka með myndlömpum.

Myndlampar eru nú úreldir (í sjónvörp alla vega, sem var aðal notandinn, en ekki fyrir suman sérhæfðan iðnað, eru enn framleiddir í litlu magni: myndlampar eru enn notaðir í sumum flugvélum fyrir flugmenn, og í e. retrogaming, suma leiki er ekki hægt að spila öðruvísi). Lengst af voru sjónvörp langstærsti notandi myndlampa, en þau eru ekki lengur byggð á þeim. Og fyrst voru myndlampar í einum lit, t.d. í svart-hvítu sjónvapi, og í t.d. „græn-skjáum“ fyrir tölvur.

Myndlampar voru fyrst notaðir í sveiflusjár, t.d. af uppfinningamanni myndlampa, en myndlampar eru úreldir í þær núna. Þær nota nú aðrar tegundir af skjáum innbyggðar (eða enga, tengjast við tölu og sýna niðursöðu þar).

Munurinn á sjónvarpi og myndlampa, er að sjónvarp inniheldur myndlampa (lang fyrirferðamesti hluti þess) en gerir meira með rafrásum, sér t.d. um hljóðið líka, og á þessum tíma þurfti að afkóða (e. analog) merki yfir í hljóðmerki og myndmerki, eftir því hvaða rás var valin (oftast með fjarstýringu, en ekki í fyrstu sjónvörpum) sem var svo sent í myndlampann. Tölvuskjáir voru svipaðir sjónvörpum án sumra þessarra möguleika, gátu stundum ekki séð um hljóð, og aldrei afkóðað sjónvapsrásir, en þeir höfðu oft hærri upplausn. Myndlampar leyfa mjög mismunandi stærðir, í sögu upplausn oftast, t.d. fyrir sjónvarp, eða mun hærri eða stillanlega eins og fyrir flesta tölvuskjái.

Bakskautslampar sem geta sýnt litaðar myndir (en fyrstu voru ekki í lit, líkt og fyrstu sjónvörpin) eru með þremur aðskildum rafeindabeinum og gefa frá sér grænt, blátt og rautt ljós. Þeir nota túpu úr gleri sem er stór, djúp, þung og frekar brothætt. Þess vegna eru bakskautslampar nánast útdauðir (alla vega í sjónvörp), því þyngri og fyrirferðarmeiri en flatskjáir sem tóku við sem hafa ekki þessa ókosti.

Sú tækni sem tók við (í sjónvörp alla vega), í flatskjái er núorðið t.d. byggð á OLED. Eftir margra ára hnignun í sölu myndlampa-spónvarpa, lokaði síðasti framleiðandi þeirra árið 2015. Á meðan hafði önnur tækni tekið við hægt og bítandi t.d. fyrst byggt á LCD (eða plasma sem líka virðist á útleið, því líka mjög orkufrekt).

Fyrsta gerð bakskautslampans var fundinn upp árið 1897 af þýskum eðlisfræðingi Ferdinand Braun og var þekkt sem „Braun-túpa“. Flatir bakskautslampar voru framleiddir af Sony en hafa núna verið lagðir niður.

Þann 25. desember 1926 sýndi Kenjiro Takayanagi fyrsta myndlampa-sjónvarpið. Margir aðrir komu að því að hanna nothæf sjónvörp, þ.e. í hærri upplausn (og í lit).

Í maí 1914 sýndi Archibald Low fyrstu sjónvarpstæknina, sem hann kallaði Televista, en hún byggði ekki á myndlampa.

Árið 1947 var búið til leiktæki með myndlampa (e. cathode-ray tube amusement device), langt á undan öllum leikjatölvum nútímans, en var ekki sett á markað. Leikjatölvur komu ekki fram fyrr en 1972 þegar Magnavox Odyssey fór á markað, sem tengdist í sjónvarp.

Árið 1954 kom RCA fram með fyrsta litasjónvarpið/myndlampann. Sala á myndlampasjónvörpum náði hámarki 2005, þá seld 130 eintök.

Bakskautslampar eru byggðir úr spólu úr volfram (þungsteini), sem er hitaður með rafmagni; og sjaldgæfum jarðmálmum (e. rare-earth metals). Rafeindir eru sendar á skjáinn sem er þakinn fosfór sem fær hann til að lýsa.

Varðandi öryggi þá senda myndlampar frá sér rafsegulbylgjur (þ.á.m. smá röntgengeislun) sem eru ekki stórhættulegar, en voru stundum síaðar út, til að minnka augnþreytu fyrir tölvuskjái sem setið var nálægt, en líka gátu njósnarar lesið úr bylgjunum í einhverri fjarlægð og þannig sé myndina (sjá e. Van Eck phreaking). Það er líka notuð háspenna í myndlömpum, og því hættulegt nema fyrir rafvirkja að opna (og laga), og þeir innihalda eitruð efni sem mikilvægt er að endurvinna, en er einstaklega erfitt.

  NODES
Done 1