Baltimore

borg í Maryland í Bandaríkjunum

Baltimore er stærsta borg Marylandríkis í Bandaríkjunum. Hún liggur miðsvæðis í fylkinu, milli Patapsco árinnar og Chesapeake flóans. Borgarhlutinn er oftast kallaður Baltimore-borg sem greinir hana frá aðliggjandi Baltimore-sýslu.

Innri höfnin í Baltimore.

Íbúar borgarinnar sjálfrar voru árið 2010 620.961 en á Baltimore-Washington stórborgarsvæðinu svonefnda eru taldar búa rúmar átta milljónir manna. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg Bandaríkjanna og hefur verið það síðan á 19. öld þegar næstflestir innflytjendur til Bandaríkjanna komu um hana. Þá var hún einnig næststærsta borg landsins.

Baltimore byrjaði að byggjast 1729. Baltimore er stærsta hafnarsvæði mið-Bandaríkjanna og er nær mörkuðum miðvesturríkjanna en nokkur önnur hafnarborg á austurströndinni. [1] Inner harbor svæði borgarinnar var eitt sinn ein helsta gátt innflytjenda til Bandaríkjanna og stór iðnaðarborg. [2] Eftir að iðnaður lagðist mikið til niður í borginni þá breyttist efnahagur borgarinnar yfir í meiri þjónustu en iðnað.

Íbúar borgarinnar sjálfrar voru árið 2010 620.961 en á Baltimore-Washington stórborgarsvæðinu svonefnda eru taldar búa um 8,4 milljónir manna.[3]. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg Bandaríkjanna og hefur verið það síðan á 19. öld þegar næstflestir innflytjendur til Bandaríkjanna komu um hana. Íbúafjöldi hefur þó dregist saman um þriðjung síðan 1950 er íbúafjöld náði hámarki sínu. Á Baltimore svæðinu búa um 2,7 milljónir manna samkvæmt opinberum tölum árið 2010. Baltimore er 21. stærsta borg landsins.[4]

Borgin er nefnd eftir Lord Baltimore, meðlimi á írsku lávarðadeildinni og upphafsmanni Maryland nýlendunnar. Baltimore er ensk útgáfa írska-gelíska frasans Baile an Tí Mhóir, sem þýðir ‚Borg hins stóra húss‘[5]. Ekki skal rugla borgarnafninu saman við Baltimore, í Cork sýslu á Írlandi sem er nefnd Dún na Séad [6].

Tilvísanir

breyta
  1. Hughes, Joseph R. „Inland port gives Baltimore strategic shipping advantages“. Washington Examiner. Sótt 23. júní 2011.
  2. „Baltimore Heritage Area“. Maryland Historical Trust. 11. febrúar 2011. Sótt 30. desember 2011.
  3. „Annual Estimates of the Population of Combined Statistical Areas: April 1, 2000 to July 1, 2009“ (CSV). 2009 Population Estimates. United States Census Bureau, Population Division. mars 2010. Sótt 31. mars 2010.
  4. „Metro Area Factsheet: Baltimore, Maryland PMSA“. FAIR US. Sótt 31. desember 2011.
  5. „Placenames“. n-ireland.co.uk. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. apríl 2007. Sótt 29. mars 2007.
  6. „Placenames Database of Ireland“. Sótt 4. apríl 2009.

Tenglar

breyta
   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES