Bayeux

sveitarfélag í Frakklandi

Bayeux – (borið fram: bæjö) – er borg í Calvados-héraði í Normandí í norðvesturhluta Frakklands. Borgin er um 10 km frá ströndinni við Ermarsund, skammt vestan við borgina Caen. Íbúar eru tæplega 14.000.

Bayeux
Bayeux er staðsett í Frakklandi
Bayeux

49°17′N 0°42′V / 49.283°N 0.700°V / 49.283; -0.700

Land Frakkland
Íbúafjöldi 13.674 (1. janúar 2012)
Flatarmál 7.10 km²
Póstnúmer 14400
Vefsíða sveitarfélagsins www.mairie-bayeux.fr

Saga borgarinnar

breyta

Á tímum Rómaveldis var borgin kölluð Augustodurum, sem merkir „Hlið Ágústusar keisara“. (Orðið durum merkir dyr eða hlið). Þá var borgin mikilvægur staður í rómverska skattlandinu Gallia Lugdunensis. Skömmu fyrir fall Rómaveldis var farið að kenna borgina við keltneskan þjóðflokk sem bjó á svæðinu og var kallaður Bodiocassi, á latínu Bajocassi. Það nafn breyttist síðar í Bayeux. Orðið Bodiocassi er talið skylt fornírska orðinu Buidechass = 'með ljósa lokka'.

Skömmu fyrir 300 e.Kr. var borgin víggirt til að verjast árásum Saxa sem sóttu inn á svæðið. Leifar af virkisveggjunum sjást enn. Um 890 lögðu Normannar borgina í rúst. En eftir að þeir höfðu lagt undir sig svæðið og tekið kristna trú, var borgin byggð upp aftur.

Síðari heimsstyrjöldin

breyta

Í seinni heimsstyjöldinni var Bayeux með fyrstu bæjunum sem bandamenn náðu á sitt vald eftir innrásina í Normandí. Þann 16. júní 1944 hélt Charles de Gaulle hershöfðingi fyrstu ræðu sína um frelsun Frakklands í Bayeux. Borgin var nánast óskemmd eftir stríðið, því að hersveitir Þjóðverja hörfuðu til Caen til þess að verjast þar. Í Bayeux er stærsti herkirkjugarður Breta í Frakklandi.

Bayeux-refillinn

breyta

Í miðbænum er gotnesk dómkirkja, vígð 1077. Frægasta eign dómkirkjunnar er Bayeux-refillinn, sem sýnir herferð Vilhjálms sigursæla til Englands og orrustuna við Hastings árið 1066. Refillinn er nú til sýnis í sérstöku safni skammt frá dómkirkjunni. Það var í Bayeux sem Vilhjálmur bastarður neyddi Harald Guðinason til að sverja sér trúnaðareið við tvö dýrlingaskrín. Þegar Haraldur sveik það og varð sjálfur konungur, fór Vilhjálmur að undirbúa innrás í England.

 
Dómkirkjan í Bayeux.
  NODES
languages 1
os 1